1413 - Aðild að ESB

Untitled Scanned 44Gamla myndin.
Þessi mynd er frá Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Ingibjörg og Hörður bjuggu um tíma í hluta hússins til hægri á myndinni. Til að fá sæmilega kalt neysluvatn varð að kæla vatn úr hvernum þarna rétt fyrir ofan og tjörnin á myndinni var notuð til þess. Björgvin bróðir stendur hjá henni. Ekki veit ég hvað hundurinn heitir (eða hét).

Alveg er ég undrandi á hve andstæðingar ESB telja sig yfirleitt þurfa að taka sterkt til orða. Á margan hátt finnst mér þeir gengisfella bæði málefnið og sjálfa sig. Að nefna sjálfstæðisafsal og landráð í sömu andrá og aðild að ESB er þeim eingöngu til minnkunnar. Sjálfsagt eru einhver dæmi um að andstæðingar aðildar séu kallaðir einangrunarsinnar og þjóðrembur en mér finnst fara minna fyrir slíku en hinu. Kannski er samt um jafntefli að ræða í nafngiftum að þessu leyti enda skipta þær engu máli.

Að mínu viti er það eina sem máli skiptir í þessu sambandi hvort menn telja það til meiri heilla fyrir Ísland og Íslendinga framtíðarinnar að vera innan Evrópusambandsins en utan. Vitanlega má rökstyðja báðar skoðanirnar á margan hátt. Alltof snemmt er samt að fullyrða nokkuð um líkleg eða hugsanleg úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Einfaldlega vegna þess að ekki er vitað með neinni vissu um hvað verða greidd atkvæði eða hvenær.

Andstæðingar aðildar virðast um þessar mundir einbeita sér að því að reyna að koma því inn hjá sem flestum að til mestra heilla væri að hætta viðræðum nú á stundinni. Slíkt er beinlínis fáránlegt og bendir eindregið til þess að andstæðingar aðildar geri sér grein fyrir því sjálfir að byrjað er að fjara undan fylgi þeirra. Sömuleiðis er lögð þung áhersla á það af hálfu andstæðinga aðildar að engu megi breyta í landbúnaði og sjávarútvegi.

Rökræða má þó um mögulega inngöngu fram og aftur. Flestir virðast þó forðast slíkt og er hundalógikin og upphrópunarstíllinn mest áberandi. Vel getur þó verið að þetta lagist með tímanum. Þjóðaratkvæðagreiðslan um þetta mál er hvort eð er ekki að skella á.

IMG 5917Stonehenge hið nýja.


Bloggfærslur 6. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband