1421 - ESB-ið áfram

Untitled Scanned 58Gamla myndin
Bebba og Ingibjörg sitjandi á tröppum gamla garðyrkjuskólans.

Lagt er til að fólk sniðgangi lambakjöt. Ekki hef ég hugsað mér að gera það. Kannski kaupi ég minna af því næstu dagana, en ég sniðgeng ekki lambakjöt ef það er á boðstólum. A.m.k. ét ég það ekki síður en annað kjöt. Frekar að ég sniðgangi það sem sniðugt er. Fúllyndi er flestu betra. Gott skap er engin leið að bæta.

Af hverju ætti ég að vera að þessu sífellda bloggi. Það taka fáir mark á því hvort eð er. Nær væri að sleikja sólskinið og reyna að njóta útiverunnar þessa örfáu daga með sæmilegum hita, sem gefast árlega hér á landinu.

Svo leggjast menn bara í híði ef andað er á þá. Bæjarstjórinn á Akranesi er t.d. skriðinn undir rúm og svarar ekki þegar yrt er á hann. Páll Baldvin svarar engu og Harpa er í úttlandinu. Ekkert fjör. Ég sem var búinn að hlakka svo til að fylgjast með Akranesbardaganum mikla. Bíð eftir að Páll Baldvin láti heyra frá sér.

Er eitthvað fánýtara en fésbókarþruglið? Jú, ég veit um eitt. Það er að vera sífellt að ergja sig á ruglinu. Af hverju er ég þá alltaf að því? Veit það ekki.

Sumir ESB-andstæðingar láta svo lítið að svara því sem ég skrifa um ESB. Held að þeim þyki lakara að ég er ekki eins orðljótur og sumir aðrir. Finnst út í hött að gera ráð fyrir að ESB-andstæðingar séu eitthvað verr gefnir en aðrir. Þegar umræðan er komin á það stig að farið er að ræða andlegt atgervi einstaklinga þá eru málefnin týnd og tröllum gefin.

Nú er komið sunnudagskvöld og búið að vera mikið að gera hér í allan dag svo þetta blogg er í styttra lagi. En það gerir ekkert til.

IMG 6066

Já, og útsýnið er til sölu líka.


Bloggfærslur 18. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband