15.7.2011 | 00:19
1418 - Páll Baldvin kærður?

Þetta sýnist mér vera minnisvarðinn um Stephan G.
Fjölmiðlar hafa mikið yndi af alls konar könnunum og rannsóknum. Sumt er þar ákaflega óvísindalegt og oft hlægilegt mjög. T.d. man ég eftir að í frétt um nýlega rannsókn sem ég af einhverjum ástæðum las, aldrei slíku vant, kom fram að konur tali 28% meira en karlar. Þetta finnst mér mjög trúlegt. Þær hljóta þá að koma frá sér a.m.k. 28% meiri speki en aðrir.
Heldur virðist vera að hitna í kolunum varðandi Sögu Akraness. Sagt er að bæjarstjórinn á Akranesi ætli fyrir hönd Gunnlaugs Haraldssonar, höfundar verksins, að kæra ritdóm Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum um síðustu helgi. Ég hef bloggað um þetta mál nokkrum sinnum og ætla ekki að endurtaka það, sem ég hef áður sagt. Ég fylgdist vel með skrifum Hörpu Hreinsdóttur um bókina á sínum tíma, fékk lánað eintak af öðru bindinu hér á bókasafninu og er af ýmsum ástæðum e.t.v. vilhallur í þessu máli. Oft hafa menn verið ósáttir við bókadóma en ekki man ég eftir kærumálum út af slíku. Páll er vissulega orðhákur hinn mesti, en ég á ekki von á að hann verði í neinum vandræðum með að verja sig í þessu máli.
Í Skessuhorni á vefnum er eftirfarandi klausa höfð eftir bæjarstjóranum á Akranesi:
Í þessum skrifum Páls er nefnilega ekki snefill af fræðimennsku en hellingur af fúlmennsku og dágóður slatti af lítilmennsku líka. Mér sýnist Páll af einhverjum óskýrðum ástæðum hafa ákveðið að éta gagnrýnislaust upp þruglið sem bloggari einn hér í kaupstaðnum hefur staðið fyrir linnulítið undanfarnar vikur. Þetta er því alls ekki ritdómur heldur skítkast sem lýsir mjög litlum metnaði en allt of mikilli sjálfsánægju og mjög miklum hroka, yfirlæti og lítilsvirðingu og ekki aðeins gagnvart höfundi sögunnar, ritnefnd og útgefanda, heldur gagnvart öllum Akurnesingum,
Þetta finnst mér vera ærumeiðingar sem Harpa Hreinsdóttir á greinilega að taka til sín. Ég get ekki séð að þessu máli sé lokið.
Grunar samt fastlega að Páll hafi lesið umfjöllun Hörpu Hreinsdóttur um verkið og hyggist styðjast við margt af því sem hún hefur kannað vandlega. Hversvegna er ekki Harpa kærð? Bæjarstjórnin virðist hafa gert ráð fyrir að geta hundsað blogg, en ekki prentað mál. Er greinilega haldin sömu fordómum gagnvart bloggi og margir aðrir.
Dómstólar landsins (og dómarar þar með) eru greinilega líka fordómafullir mjög. Halda greinilega að allt hljóti að vera í lagi ef lagatæknin og útúrsnúningarnir eru það. Dæma t.d. Erlu Hlynsdóttur hiklaust í sekt þó hún hafi einungis sem blaðamaður haft orðrétt eftir öðrum. Til hvers eru ritstjórar eiginlega og hvers eiga prentuð blöð að gjalda þegar allt virðist vera leyfilegt ef um rafræna dreifingu er að ræða? Þetta eru greinilega fordómar hinir verstu þó hægt sé líklega að vefja um þá lagarökum.
Héðan koma víst ORA-baunirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 15. júlí 2011
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson