1382 - Ómöguleg vefsíđa

badGamla myndin.
Hér er Bjössi í bađi. Stóllinn á bak viđ balann er greinilega hiđ mesta ţing.

Örlítiđ meira um tóbaksnautnina, en um hana skrifađi ég eitthvađ í gćr. Bjarni Harđarson kallar ţađ „taumlausan hroka“ ađ berjast gegn tóbaksnotkun. Séra Baldur Kristjánsson segir á eyjubloggi sínu: „Ef Guđ lofar mun tóbak syngja sitt síđasta međ Bjarna Harđarsyni og kynslóđ hans en gáfađi bóksalinn á Selfossi hefur veriđ manna iđnastur viđ ađ hjúpa ţjóđlegri rómantískri hulu yfir eitriđ sem drepur Íslendinga í stórum stíl bćđi ţá sem reykja og ţá sem ekki reykja.“

Já, menn verđa gjarnan dálítiđ ćstir ţegar tóbakiđ er annarsvegar. Sjálfur vil ég gjarnan standa utan viđ svona ţrćtur, enda hćttur ađ reykja. Forsjárhyggja er ţetta samt og oftast ber ađ varast hana.

Nú er ţađ allt í einu orđin hin mesta ósvinna ađ opna vefsíđu. T.d. skrifađi Eiđur Guđnason á sína fésbók ađ ţađ vćri meiriháttar mistök hjá saksóknara alţingis ađ opna vefsíđu um landsdóminn. Ég vogađi mér ađ spyrja Eiđ á fésbókarsíđunni af hverju ţađ vćri. Svar hans var ţannig: „Ofan á allt annađ ţá á ekki ađ reka ţetta mál á netinu.“ Semsagt, af ţví bara.

Ţađ getur vel veriđ ađ umdeilanlegt sé ađ ákćra Geir Haarde einan en ekki félaga hans úr ríkisstjórninni. Hann var samt forsćtisráđherra og átti ađ bera meiri ábyrgđ en hinir. Ţeir sem eru ósáttir viđ ákćrunan á Geir ćttu ađ hćtta ađ gagnrýna allt sem snertir ţetta mál. Ţađ eyđileggur bara fyrir ţeim ađ láta svona.

Ţađ er engin ósvinna ađ hafa réttarhaldiđ yfir Geir sem mest opiđ. Kalli menn ţađ meiriháttar mistök ćtti ađ vera hćgt ađ rökstyđja ţađ eitthvađ. Meiriháttar mistök er ekki hćgt ađ kalla ţađ ađ setja á netiđ ţau skjöl sem allir mega sjá. Fjölmiđlamađurinn fyrrverandi Eiđur Guđnason ćtti ađ geta skiliđ ţađ. Ţađ eru misheppnađir fjölmiđlar og óţarfa leyndarhyggja sem bera talsverđa sök á ţví ástandi sem hér skapađist fyrir Hruniđ.

Harpa Hreinsdóttir hefur gagnrýnt ótćpilega Sögu Akraness, sem nýkomin er út ađ hluta. Bćkur ţessar eru umfjöllunarefni ýmissa fjölmiđla og m.a. ríkisútvarpsins. Ţar er ţví haldiđ fram fullum fetum af bćjarstjórnarmanni ađ gagnrýni Hörpu skipti engu máli. Satt ađ segja hefur ţessi ritun veriđ gagnrýnd af mörgum. Hefur stađiđ yfir lengi og kostađ mikiđ fé. Nú er ţví einnig haldiđ fram ađ illa hafi veriđ ađ verki stađiđ viđ heimildavinnu og ţess háttar. Ég sé ekki betur en gagnrýni manna á ţetta verk fari bráđum ađ skipta máli hvađ sem fulltrúar bćjarstjórnarinnar segja.

IMG 5707Hallgrímskirkja, Háskólinn í Reykjavík, Nauthólsvík og Perlan.


Bloggfćrslur 5. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband