1404 - Blóm í bć

010Gamla myndin.
Hér eru í setustofunni í Samvinnuskólanum ađ Bifröst ţeir Jón Alfređsson, Tryggvi Eymundsson og Guđmundur Reynir Óskar Jóhannsson.

Barnaníđ er ofarlega í hugum fólks ţessa dagana. Viss fjöldi fólks leggur slíkt fyrir sig. Engin furđa er ađ slíkt fólk reyni ađ koma sér í störf sem tengjast börnum. Sök kirkjunnar er ekki sú trú sem bođuđ er, heldur hvernig stađiđ er ađ barnastarfi innan hennar. Ef upp koma mál af ţessu tagi hjá kirkjunni ţarf ađ taka á ţeim međ festu og ákveđni.

Mér finnst kirkjan og fólk sem innan hennar starfar einkum hafa brugđist ađ tvennu leyti á ţessum vígstöđvum. Athugun og eftirlit međ ţeim sem ţar vinna ađ barnastarfi hefur löngum veriđ stórlega ábótavant, bćđi hér á Íslandi og annarsstađar. Ekki hefur heldur veriđ tekiđ međ nćrri ţví nćgri ákveđi á málum sem upp hafa komiđ heldur reynt međ öllum hćtti ađ sópa ţeim undir teppiđ og fela ţau. Trúin sjálf og bođun hennar er svo algjört sérmál.

Almennt skólastarf virđist alls ekki hafa veriđ eins útsett fyrir svona lagađ og kirkjulegt starf međ börnum sem og upptökuheimili og munađarleysingjahćli af öllum toga. Einkum hefur veriđ ráđist ađ ţeim börnum sem lakastar varnir hafa og er slíkt fyrirlitlegra en orđ fá lýst.

Um ţessar mundir er ég ađ lesa bók sem nefnd er „Lindargötustrákurinn.“ Ekki er međ neinu móti hćgt ađ sjá hvenćr ţessi bók er gefin út eđa samin. Aftarlega í henni sá ég reyndar ártaliđ 2008 svo líklega er hún gefin út eftir Hrun. Höfundur er Albert Jensen. Međ afar innfjálgum hćtti er fyrsti hluti bókarinnar helgađur lýsingum á ýmiss konar strákapörum hér í Reykavík sem höfundurinn var gjarnan höfuđpaurinn í. Bókin er sundurlaus og próförk illa lesin en samt er hún áhugaverđ. Nýlegar sjálfsćvisögur eru fáar á íslensku og oft ekki vel samdar. Ég er ţó ekki nógu langt kominn međ ţessa til ađ úttala mig frekar um hana.

Fór í gćr (laugardag) á einhverskonar garđyrkjusýningu í Hveragerđi og ţar var margt ađ sjá og margt um manninn. Á eftir var ég í veislu hjá Bjössa bróđir og smakkađi í fyrsta sinn kjöt sem steikt var jafnóđum á steini sem á borđinu var. Ţetta er ágćt uppfinning ţví annars er oft hćtta á ţví ađ kjöt af grilli sé fariđ ađ kólna um ţađ bil er yfir lýkur.

Einhversstađar á netinu sá ég nýlega ţćr veiđar dásamađar ţar sem sami laxinn er veiddur hvađ eftir annađ. Viđbrögđ voru einhver viđ ţeim skrifum, flest jákvćđ. Mér finnst betra en slíkt háttalag ađ menn veiđi sér til matar, jafnvel ţó ţeir ţurfi alls ekki á ţeim mat ađ halda. Ađ sleppa laxi til ţess eins ađ hćgt sé ađ kvelja hann aftur og aftur finnst mér ógáfulegt mjög. Veiđimenn sem ţađ gera hljóta ađ ganga út frá ţví ađ laxinn hugsi eins og ţeir og hafi gaman af ţví ađ vera veiddur. Hrćddur er ég um ađ svo sé ekki.

Međan fréttir birtast af grjótkasti álfa finnst mér lítil ástćđa fyrir fjölmiđlamenn ađ kvarta undan fréttaleysi. Ţó sprengingar „rmisfarist“ viđ Bolungarvík eins og mig minnir ađ sagt hafi veriđ í sjónvarpinu finnst mér óţarfi ađ kenna álfum um ţađ, jafnvel ţó „sjáandi“ sé á svćđinu. Ég ćtla helst ekki ađ taka jafnmikla áhćttu og DocterE en mér finnst hótanir um áframhaldandi grjótkast á Vestfjörđum verulega ógeđfelldar.

IMG 5859Sóley sólu fegri.


Bloggfćrslur 27. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband