1396 - Óskiljanlegt

002Gamla myndin.
Hér eru Guðjón Guðjónsson frá Gufudal, Ragnar Christiansen og Siggi í Fagrahvammi. Ekki veit ég á hvaða ferðalagi við höfum verið þarna en myndin er áreiðanlega ekki tekin í Hveragerði.

Því skyldi ég vera að rembast við að blogga eitthvað á hverjum degi. Veðrið er svo gott þessa dagana að það er óttalegur spandans að vera að svonalöguðu. En ég er með tilbúnar myndir sem ég þarf endilega að koma frá mér.

Talsverðar umræður spunnust í athugasemdakerfinu við bloggið mitt í gær um sundlaugar og lengd þeirra. Þetta byrjaði allt saman með því að....... Æ, ég nenni þessu ekki. Brennið þið vitar, brennið. Ef þið nennið.

Ögmundur sonur Einars
ef að ég til þín fer.
Alfræðiorðbókin
opin er fyrir mér.

Þetta er úr Ecce homo. Kannski á ég þá bók einhvers staðar. Gæti verið þess virði að skanna 50 ára gamlar teikningar eftir Hörð Haraldsson og fleiri. Þar var mynd af hverjum og einum útskriftarnemanda. Af einhverjum ástæðum er þetta eina vísan sem ég man. Man að Hörður var svolítið að hasast upp á að teikna myndir af öllum nemendunum. Jafnvel var rætt um að hætta útgáfu ritsins. Samkomulag varð þó um að Hörður teiknaði andlit fólks en aðrir sæu svo um afganginn. Einhverjir úr hópi nemenda sáu um það. Einnig gerð vísnanna. 

Margt er mannanna bölið
og misjafnt drukkið ölið.

Svona minnir mig að eitthvert heimsósómakvæði frá sautjándu öld eða svo byrji.

Meðan Eiríkur Jónsson og Jakob Bjarnar rembast við að vera fyndnir á sínum Eyjubloggum og Harpa Hreins rembist við að salla Sögu Akraness niður þá rembist ég við að skrifa sem mest á hverjum degi. Nei annars, kannski er best að hætta núna strax. Ég er ekki í stuði. Bæ, bæ, eins og Tinna segir jafnan þegar hún fer, þó hún segi fátt annað sem skiljanlegt er venjulegu fólki.

IMG 5787Hreinsidagur.


Bloggfærslur 19. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband