12.6.2011 | 01:38
1389 - Dósóţeus Tímóteusson

Ţekki enga á ţessari mynd og veit ekki hvar hún er tekin.
Hver er besti vinur ađal?
Í ţessu tilviki er ađal sá sem allt veit. Ekki Davíđ frćndi eđa einhver valdamikill andskoti sem einskis svífst.
Jú, ţađ er einmitt tölvukassinn stóri eđa litli og fésbókin og bloggiđ og allt ţađ vesen. Ţetta nýmóđins dót er besti vinur ađalkarlsins sem öllu rćđur.
Međ ţví ađ kunna svolítiđ á ţetta drasl er hćgt ađ halda sambandi viđ umheiminn. Telja sjálfum sér trú um ađ mađur geti eitthvađ. Líka er hćgt ađ vorkenna hinum sem ekki kunna á drasliđ.
Sagt er ađ biskupsnefnan liggi undir feldi og verđi ţar ţangađ til á ţriđjudaginn. Hverjir ţurfa biskup af ţessu tagi? Ekki ég? Ímyndar hann sér ađ hann sé einhver Ljósvetningagođi, eđa hvađ? Á kannski ađ afnema trúna? Ćtli hann sé ekki bara búinn ađ ţví?
Einu sinni dreymdi mig óhugnanlegan draum. Mér ţótti sem ég vćri staddur á Hótel Ljósbrá í Hveragerđi. Af einhverjum ástćđum voru myrkvunargluggatjöldin ekki rétt dregin fyrir ţannig ađ ekki var hćgt ađ hefja kvikmyndasýninguna vegna birtu eđa réttara sagt myrkurleysis. Ţá var ţađ sem skotglađur Kínverji kom ţjótandi og skaut til bana ţann sem ábyrgđ bar á ţessu. Man ađ ég var skíthrćddur viđ Kínverjann á eftir. Held jafnvel ađ ég hafi átt ađ taka viđ myrkurstjórnun á eftir ţeim skotna. Sem betur fór lauk draumnum fljótlega svo ég ţurfti ekki lengi ađ óttast um líf mitt. Af einhverjum ástćđum sat ţessi draumur í mér lengi og gerir jafnvel enn.
Nálćgt síđustu áramótum sat ég í mesta sakleysi og skrifađi á ferđatölvuna í hitanum á Tenerife. Ţetta var um miđja nótt og ég hafđi orđiđ andvaka. Varđ litiđ af tölvuskjánum og sá á veggnum rétt hjá mér risastóran kakkalakka. Mér brá svo ađ ég hentist til í stólnum og heyrđi vel hvernig brakađi í honum. Sem betur fór hafđi ég ráđ á skordýraeitri í spraybrúsa og réđist á kakkalakkann međ hann ađ vopni. Eftir tvísýna baráttu tókst mér ađ koma honum út og morguninn eftir lá hann andađur á svalagólfinu.
Eftir ţetta eru brjálađir Kínverjar og svartir kakkalakkar hćttulegustu fyrirbrigđin í mínu lífi. Sem betur fer dreymir mig slíkan óhugnađ mjög sjaldan núorđiđ. Hér á landi er óhćtt ađ skrifa á tölvur um miđjar nćtur án ţess ađ eiga á hćttu ađ verđa fyrir barđinu á svo hrikalegum fyrirbćrum sem stórhćttulegum kakkalökkum og brjálađir Kínverjar eiga bara heima í martröđum sem betur fer.
Kakkalakkar og svörtu pöddurnar á Kanaríeyjum hrćđa mig en íslensku mađkaflugurnar og býfluguhlussurnar sem villast inn um gluggana á vorin gera ţađ ekki. Hvernig skyldi standa á ţessu? Meira ađ segja geitungarnir eru ekki sérstaklega hćttulegir ef ţeir eru íslenskir og mađur varar sig á ţeim. Skil ţetta bara alls ekki. Enda enginn skordýrafrćđingur.
Af einhverjum ástćđum er Stjörnuskođunarfélag Seltjarnarness ađalstjörnuskođunarfélagiđ hér á landi. Man vel eftir ţví ađ á unglingsárum mínum hafđi ég gríđarlegan áhuga á stjörnufrćđi og öllu sem henni tengdist. Minnisstćtt er ţegar mér tókst í fyrsta skipti ađ sjá međ venjulegum kíki tunglin í kringum Júpíter. Sá ţess getiđ í bók ađ ţetta vćri hćgt en lagđi lítinn trúnađ á ţađ. Auđvitađ var einfalt ađ fylgjast međ stćrstu plánetunum međ ţví einu ađ sjá afstöđu ţeirra til annarra stjarna breytast frá degi til dags. Fyrst ţegar ég horfđi á Júpíter í gegnum kíki sjá ég einhverja litla ljósbletti í kringum hann og ţegar ég kíkti aftur nokkrum tímum seinna hafđi afstađa blettanna gjörbreyst. Ţarna gat ţví ekki veriđ um neitt annađ ađ rćđa en tungl Júpíters. Ţetta var gríđarleg uppgötvun og ég var lengi ađ jafna mig á henni.
Blađamönnum hćttir til ađ skrifa fréttir frá sjónarmiđi ţess sem síđast talađi viđ ţá. Stundum eru ţeir líka illskiljanlegir. Var áđan ađ lesa frásögn á dv.is um kartöflustríđ í Ţykkvabćnum. Ţegar kom ađ setningunni: Markús segir Karl hafa nýtt sér vinnu Birkis á landspildunni, ţá var ég hćttur ađ fylgjast međ hver gerđi hverjum hvađ ţví nöfnin voru miklu fleiri en ţetta og hingsnerust bara fyrir augunum á mér. Ég hćtti ţví ađ lesa. Kannski eiga fleiri en ég erfitt međ ađ skilja um hvađ ţetta kartöflustríđ snýst.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)