1377 - Kvótinn veldur titringi

bebba2Gamla myndin.
Önnur sólbaðsmynd ofan af Reykjum og enn eru það Bebba og Golli sem eru mótívið.

Er ekki hægt að líta svo á að Landsbankinn hafi grætt of mikið fyrst hann býður eins mikla leiðréttingu og hann gerir? Hefur ríkið þá gert of vel við hann? Ekki veit ég það. Eru það aðallega glæpamenn sem eiga hina bankana? Er það ekki það sem Hannes Hólmsteinn og fleiri eru að reyna að telja okkur trú um? Er þá allt í einu orðið glæpsamlegt að vilja græða sem mest? Spurningunum varðandi Hrunið fer fjölgandi frekar en hitt.

Það er lítill vafi á því í mínum huga að innflytjendamál eiga eftir að verða aðalmálið í pólitík næstu ára. Við Íslendingar erum gjarnan dálítið á eftir öðrum og það er búið að deila um þessi mál í nágrannaríkjunum í mörg ár.

Til að fylgjast svolítið með í pólitíkinni er ágæt regla að lesa bæði blogg Páls Vilhjálmssonar og Jónasar Kristjánssonar. Skoðanir þeirra fara ekki beinlínis saman. Vinstrisinnar geta sótt sér rök í reiðilestra Jónasar og þeir sem hægrisinnaðir eru geta fengið línuna hjá Páli. Annar er hlynntur ESB og hinn ekki. Báðir blogga heilmikið og oft.

Svo virðist sem átök séu að harðna á alþingi. Kvótamálið veldur titringi sem fyrr. Áhrif LÍÚ eru umtalsverð. Ríkisstjórnin er í talsverðri varnarstöðu því hart er sótt að henni vegna Icesave-málsins og kvótans.

IMG 5552Margt er skrýtið í Kópavoginum.


Bloggfærslur 31. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband