1376 - Ný tölva

bebba1Gamla myndin.
Þarna er verið í sólbaði uppi á Reykjum. Til vinstri á myndinni eru Bebba og Golli.

Nú er ég kominn á nýja tölvu og Wordið og stjórnborðið á Moggablogginu hegða sér ekki nákvæmlega eins og ég er vanastur. Það veldur mér svolitlum vandræðum og tefur mig ögn, en ég ætti að geta ráðið fram úr því.

Skil vel þá sem eru síblaðrandi á fésbók. Það er bara ekki minn stíll. Skil þá líka sem sökkva sér í leiki þar. Það geri ég. Leikurinn heitir reyndar skák og sumum þykir hann eitthvað fínni en aðrir. Auðvitað er hann það samt ekki. Það er líka hægt að detta í að lesa bara einhverjrar voðalega dramatískar frásagnir sem sumir sérhæfa sig í. DV gerir það t.d. og svo finna sumir hvöt hjá sér til að kommenta þar fram og aftur. Nei, ógæfu heimsins er best að leiða sem mest hjá sér, eins og flestir gera. Það eyðileggur bara að vera að velta sér uppúr því.

Lenti í undarlegri netreynslu um daginn. Gat ekki með neinu móti komist inná ebay.com hvernig sem ég reyni. Önnur sæt bæði hérlendis og erlendis voru alveg í lagi. Svona var þetta frá því seinni partinn á miðvikudaginn og til fimmtudagsmorguns og lagaðist ekki fyrr en ég kvartaði við aðgangssalann minn. Veit ekki ennþá af hverju þetta stafaði en svona lagað á ekki að geta komið fyrir.

Þó Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri sé yfirleitt æði stórorður á sínu bloggi ratast honum oft satt á munn. Sumt af því sem hann segir um opinbera þjófnaði og spillingu hér á landi er alveg rétt. Stjórnmál og fréttir dagsins eru hans ær og kýr og svo matarbloggar hann stundum ansi skemmtilega. Er reyndar ekkert síður gagnrýninn þar en annarsstaðar.

Nú stendur yfir einhver fundur hjá Samfylkingunni og eðlilega er það sem þar er sagt fréttaefni. Breytir þar engu þó Sjálfstæðismenn sumir hverjir a.m.k. kyrji kjökrandi sinn gamla söng um að Samfylkingin sé ekkert betri en þeir og beri ekki minni ábyrgð á Hruninu. Svo segir Styrmir að enginn vilji tala við sig útaf ESB. Æ,æ.

IMG 5546Listsýning.


Bloggfærslur 30. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband