10.5.2011 | 00:15
1356 - Fleira er matur en feitt kjöt
Gamla myndin.
Hér er Sigurđur Runólfsson í Ţrastarskógi. Ţessi mynd er frá Kalla Jóhanns.
Eiđur Guđnason er iđinn viđ ađ safna allskyns bögumćlum úr fjölmiđlum landsins. Stundum finnst mér hann full smámunasamur, stundum er ég annarrar skođunar en hann, en langoftast er ég alveg sammála honum.
Nýlega rćddi hann um frétt úr mbl.is ţar sem sagt var ađ samningamenn vćru ađ týnast inn í hús sáttasemjara. Ţetta ţýđir beinlínis ađ samningamennirnir hafi týnst í húsinu. Ađ segja ađ ţeir hafi veriđ ađ tínast í húsiđ hefđi veriđ rétt. Svipađ má segja um fleiri ypsilon tengd atriđi. T.d. leyti og leiti.
Nú fer ađ hitna undir kolunum var sagt hvađ eftir annađ í dagskrárkynningu á Stöđ 2. Ţarna er um ađ rćđa einhvern samslátt á talsháttum. Talađ er um ađ hitni í kolunum og ađ undir einhverjum sé ađ hitna (oftast notađ um knattspyrnuţjálfara sem á ađ fara ađ reka) Svona vitleysur leiđast mér. Ef menn ţurfa ađ nota talshćtti eiga ţeir ađ vera réttir. Annars er betra ađ sleppa ţeim.
Viđ Reykjafoss var BP bensíntankur. Einn daginn tók ég eftir ađ búiđ var ađ breyta um nafn á honum og í stađ BP hét hann allt í einu NAFTA. Ţetta skildi ég ekki ţá og skil ekki enn. Nafngiftir olíufélaga eru langt fyrir ofan minn skilning. Til dćmis fć ég međ engu móti séđ hvernig á ađ skilja nafniđ EXXON. Eitt sinn taldi ég ađ kalla bćri Essó ţrír-ess-ess-núll. Ţađ var ţegar E-iđ á öllum kaupfélagstönkum var eins og öfugir ţrír. Nú heitir olíufélag nokkurt NEINN skilst mér en ţori helst ekki ađ festa mér ţađ í minni.
Ţegar ég var strákur ţótti ekkert matur nema helvítis fjallalambiđ. Sumum ţótti ţađ samt nokkuđ dýrt ţrátt fyrir allar niđurgreiđslurnar og ţá var fangaráđiđ ađ kaupa fjórđa flokks rolluhakk sem gert var úr gamalám sem ekki var lengur hćgt ađ kreista dilka úr.
Um ţađ leyti sem ég fluttist frá Snćfellsnesi til Borgarness minnir mig ađ sauđfé á landinu hafi veriđ rúm milljón. Fátt var étiđ af kjötmeti annađ en rolluket. Reiknađ var međ áframhaldandi siđvenju ađ ţessu leyti og ađ áfram mundi mörgum dilkum vera slátrađ í sláturhúsinu í Brákarey. Nú er ađ ég held búiđ ađ leggja ţađ sláturhús niđur og Íslendingar farnir ađ éta fleiri tegundir kjötmetis. Dilkakjötsframleiđslan hefur minnkađ en ţjóđremban ekki mikiđ.
Ađ áliti flestra voru ţađ bara villimenn og vafagemlingar sem lögđu sér svín og fugla til munns hér áđur fyrr. Kristilegir víkingasynir borđuđu heilsteikt lambalćri međ rabbarbarasultu og feitri sósu á sunnudögum.
Matreiđslubók Helgu Sigurđardóttur var eina matreiđslubókin sem ţörf var fyrir. Ţetta útlenda nýmóđinsdrasl var beinlínis hćttulegt. Á sunnudögum voru kartöflurnar ţvegnar og jafnvel brúnađar en á virkum dögum var moldin sođin međ. Ţá var ýsan líka skorin í bita og sođin í fjóra klukkutíma eins og kartöflurnar.
Á laugardögum var gamall saltfiskur sóttur út í skúr, hrist af honum mesta saltiđ, hann útvatnađur í nokkra klukkutím og hent svo í pott. Gott ţótti ađ brćđa mör og hafa međ.
Ţegar ég afgreiddi í kaupfélaginu í Hveragerđi byrjuđum viđ alltaf á ţví á laugardögum ađ saga niđur kjötskrokka. Lćri, lćrissneiđar, kótilettur og hryggir var ţađ langvinsćlasta. Ţess vegna hrökk ég í kút ţegar mamma hans Sigga Ţráins sagđi flóttalega: Ég ćtla ađ fá slag." Slög voru nefnilega alltaf í fleirtölu hjá okkur og gengu yfirleitt af. Sendum ţau á Selfoss í kjötvinnsluna ţar. Frampartarnir fóru ađ sjálfsögđu í súpukjöt en ţađ seldist ekki mikiđ á laugardögum.
Ef ég kemst ađ ţví um kvöldmatarleytiđ ađ ég hef lítiđ undirbúiđ nćsta blogg líđur mér illa. Mér finnst eins og ég sé ađ bregđast einhverjum. Fer jafnvel ađ hamast viđ ađ hugsa. Sem ég reyni annars ađ gera sem minnst af. Ţađ er nefnilega ţannig međ mig ađ ég er í besta stuđinu til ađ blogga ađ morgni dags. Ţurfi ég ađ blogga seint gríp ég oft til fréttabloggs og er yfirleitt ţví vinstrisinnađri sem lengra er liđiđ á kvöldiđ. Ekki veit ég af hverju ţetta er en einhvern vegin hentar hćgri stefnan betur á morgnana.
Í gamla daga voru húsflugur beinlínis heimilislegar. Stundum tók mađur sig til og reyndi ađ drepa ţćr međ ţví ađ slá til ţeirra međ upprúlluđum Mogga. Ţađ tókst yfirleitt ekki. Nú er mađur orđinn svo afvanur hverskyns skordýrum og pöddum ađ mađur hrekkur viđ ef mađur sér svoleiđis. Ţađ kom mér á margan hátt á óvart ađ ekki er til neinna muna meira af slíkum kvikindum í hitabeltinu (Kanaríeyjum) en hér á Fróni. Einhverra hluta vegna finnst mér býflugnadrottningarnar feitu og stóru sem hér eru á ferđ og flugi ţessa dagana stórum vinalegri en útlenskir kakkalakkar. Ţó fljúga ţeir ekki.
Heimsóknir hafa veriđ međ meira móti á bloggsíđuna mína í dag. Nćrri 300 viđ síđustu talninu. Kannski er ţađ vegna fyrirsagnarinnar. Kannski hafa einhverjir búist viđ ađ skrif mín vćru pólitískari en ţau eru. Sé svo biđst ég afsökunar á ţví ađ hafa valdiđ vonbrigđum. Ég á oft í vandrćđum međ ađ finna hćfilegar fyrirsagnir á bloggiđ mitt.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)