1340 - Stjórnlagaráð

Scan94Gamla myndin
er af Bjarna Harðarsyni þegar hann var uppá sitt besta. Nei, hann var ekki orðinn alþingismaður þá.

Hægt gengur vorinu að komast að. Ég er óhressastur með þessar sífelldu rigningar. Það mætti alveg fara að þorna eitthvað um.

Mér finnst fésbókin frek. Tekur myndir og birtir þær hist og her. Skil ekki almennilega hvernig þetta ofurforrit virkar. Færi miklu sjaldnar á fésbókina ef ekki vildi svo til að þar er ég að tefla helling af bréfskákum. Hún er góð í því. Er aðeins að prófa að tefla Chess960.

Svo er Gúgli frændi líka afskiptasamur í meira lagi. Þefar uppi hvað sem er. Birtir líka myndir af öllu sem beðið er um. Er samt sem betur fer oft svolítið ruglaður en afar fljótur að finna hlutina. Miklu máli skiptir hvernig hann er spurður. Sumir eru flinkir í að tala við hann. Svo leikur hann stórt hlutverk í spurningaþáttum sjónvarpsins. Varið ykkur. Tölvurnar eru að taka yfir.

Mjög er í tísku að kenna núverandi ríkisstjórn um allt sem aflaga fer. Bloggarar eru slæmir með þetta og blaða- og fréttamenn einnig. Mér finnst ég ekki gera mikið af því. Er kannski þess vegna af mörgum álitinn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og kannski er ég það. Eitt er það sem mér finnst núverandi ríkisstjórn gera betur en flestar þeirra fyrrverandi. Hún tekur mark á forsetanum.

Mér finnst umgjörðin um þjóðaratkvæðagreiðslur, hlutverk forsetans og þess háttar samt of óskýr. Mikilvægasta hlutverk núverandi stjórnlagaráðs er að mínu viti að ráða bót á því. Vona að tillögur þar að lútandi komi fram sem fyrst.

Þeir sem hamra sífellt á því að þeir vilji nú endilega þjóðaratkvæðagreiðslur en bara ekki að þetta stjórnlagaráð geri nokkurn skapaðan hlut heldur verði kosið til þess einhverntíma seinna, á annan hátt o.s.frv. eru bara einfaldlega á móti því að breyta nokkru í stjórnarskránni. Það er alveg sjónarmið út af fyrir sig. Finnst að menn ættu að viðurkenna það.

Ef stjórnlagaráðið kemur sér saman um einhverja tillögu að stjórnarskrá, ef til vill með nokkrum mismunandi möguleikum um sumt, á ég alveg von á að það verði samþykkt.

IMG 5192Við þetta er engu að bæta.


Bloggfærslur 24. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband