1290 - Fréttatími og blað

Fréttatíminn, nýja vikublaðið, sem dreift er ókeypis á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. kemur alltaf hingað stundvíslega á föstudögum eins og vera ber. Hinsvegar kemur Fréttablaðið aldrei og að mörgu leyti er ég feginn. Morgunblaðið er hætt að koma en það barst hingað ókeypis á hverjum degi í febrúar. Örvænting segja sumir en ég þigg nú bara það sem að mér er rétt á þennan hátt. 

Mér finnst andstæðingar Icesave hafa svo hátt að ég er hræddur um að þeir tapi í þjóðaratkvæðagreiðslunni. „Hræddur um" er kannski ekki rétta orðavalið. Ég er eiginlega feginn. Annars er mér nokk sama um hvernig Iceseve málið fer en ekki nærri eins mikið sama um ESB. Of margir virðast spyrða þessi tvö mál saman og eins og ég hef áður sagt þá er mun líklegra að ESB inngangan verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu ef Icesave frumvarpið verður fellt. Bíð spenntur eftir marktækri skoðanakönnun um þetta mál.

Fer alloft í morgungöngu um nágrennið. Gjarnan er ég einn til tvo klukkutíma í ferðinni. Verður stundum þessi ósköp mál að míga um leið og ég kem heim þó mér hafi ekki verið neitt að ráði mál á leiðinni. Svona er þetta bara.

Þú færð fimm króna afslátt á hvern lítra ef þú stendur á haus í tvær mínuútur og vinnur hjá kirkjugörðunum eða þekkir einhvern sem gerir það. Ég er eiginlega hættur að fylgjast með öllum þessum happdrættisauglýsingum núorðið. Það er nánast fullt verk að gera það og ekki mjög skemmtilegt. Tala nú ekki um ef maður ætlar sér líka að taka þátt.  

Vildi að ég væri kunnugri þar sem gala gaukar og spretta laukar. Hvernig er það annars, er ég alltaf að reyna að vera skáldlegur? Og tekst það aldrei. Frásögnin hjá mér verður sjaldan nógu ævintýraleg. Ég er svo jarðbundinn. Tekst samt stundum að láta textann fjóta bærilega.

IMG 4750Og hefur sjórinn náð öllum hinum, eða hvað?


Bloggfærslur 6. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband