19.3.2011 | 00:27
1303 - Hafragrautur og fleira
Alveg er mig búið að hlakka til þess í allt kvöld að fá mér kornflex. Já, ég er svo skrýtinn að ég borða frekar kornflex á kvöldin en á morgnana. Auðvitað á maður ekki að éta meira en nauðsynlegt er. Ég hugsa að ég gæti alveg sofnað þó ég æti ekki allt þetta kornflex (mjólk og sykur auðvitað í viðbót). Þar með gæti ég kannski losnað við ístruna. Undar örlög þessi ístra. Ég var ekkert tiltakanlega feitur held ég þegar ég var ungur. En það er svo margt sem breytist.
Sumir eru hissa á því að ég skuli hrósa sjálfum mér á þessu bloggi sem ég á einn og sjálfur. Mín afsökun er sú að ef ég hrósa mér ekki sjálfur þá gera það engir, hvernig sem á því stendur. Og hróssins þarfnast ég. Auðvitað reyni ég að gera það á þann hátt að alveg eins megi taka því sem einhverju gríni en vitanlega er mér full alvara.
Mér finnst alveg herfilegt að sjá ekkert nema hríðarbyl útum gluggann meðan ég er að skrifa þetta. Í alvöru talað finnst mér að veðurguðirnir eigi ekki að láta svona. Það er útaf fyrir sig að hafa leiðindaveður í janúar og jafnvel eitthvað fram í febrúar en að halda áfram langt fram í mars er algjör óþarfi. Það má alveg fara að vora svolítið.
Konan mín skipaði mér að fara í tramparaskóna mína áður en ég færði fuglunum morgunverðinn. Ég fattaði nú ekki alveg þetta með tramparaskóna en sennilega átti ég að slétta morgunverðarborðið sem mest áður en ég léti þá fá matinn. Svo kom haglél og sennilega fer allt á kaf áður en tími vinnst til að éta þetta sælgæti.
Nú hamast einhverjir við að auglýsa hafragraut. Bara af því að mér þykir hann góður. Sumir eru svo vitlausir að halda að hafragraut sé bara hægt að búa til úr Sólgrjónum. Svo er samt allsekki en mér finnst ágætt að ímynda mér að einhverjir séu svona vitlausir. Sjálfur geri ég minn hafragraut oftast úr Euroshopper haframjöli því það er ódýrast.
Hef verið að deila við einhvern AÁÍ (Afdrifaríkasta ákvörðun Íslandssögunnar) í kommentakerfinu hjá Svani Gísla Þorvaldssyni. Þetta eru athugasemdir við færslu sem heitir Yndislegt" og er einskonar Icesave-deila og ég hvet alla sem hafa mikinn áhuga á því máli (eru víst orðnir fáir) til að kíkja.
Hef verið að skoða gömul blogg eftir mig. Get ekki varist þeirri hugsun að bloggin mín hafi verið miklu skemmtilegri áður fyrr. Mest hef ég skoðað endurminningar og margt skemmtilegt hefur rifjast upp fyrir mér. Varla eyk ég ánægju lesenda þessa pistils með því að halda því fram að áður hafi ég skrifað skemmtilegri blogg. Það er líka hægt að halda því fram að mér fari sífellt fram við skriftirnar. Dægurmálin leiðast mér skelfilega svo einkum eru þetta allskonar hugleiðingar núorðið eftir að skrúfast hefur að mestu fyrir endurminningarnar.
Allt á kafi í snjó. Eða þannig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggfærslur 19. mars 2011
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson