1265 - Malað í mélkisustíl

Þó ég sé Evrópusinni kallaður (a.m.k. af sumum) sé ég enga leið til þess að gjaldeyrishöft sú sem komið hefur verið á hér (til bráðabirgða) hverfi bara með því að óska sér þess. Auðvitað þarf að losa sig útúr þeim en óhjákvæmilegt er að það tekur tíma. Gjaldeyrishöftin eiga að sjálfsögðu að auðvelda okkur inngönguna í ESB og munu gera það. Hef samt trú á að ýmislegt eigi eftir að gerast hér á landi áður en svo verður.

Mikið er fjargviðrast yfir því hvað Moggabloggið sé lélegt orðið. Af þeim bloggurum sem ég les að staðaldri eru Gísli Ásgeirsson og Harpa Hreinsdóttir þar fremst í flokki. Vissulega hefur Moggablogginu hrakað, vinsældir þess minnkað og sumir bloggarar farið annað. Einkum á Eyjuna, sem er engin furða.

Mín skoðun er samt að alhæfingar af þessu tagi séu tómir fordómar. Moggabloggið er ekkert lélegra en önnur bloggsvæði og tæknimenn þar standa sig ágætlega. Að vera með sitt eigið bloggsvæði og engum háður er auðvitað gott útaf fyrir sig en getur verið óbærileg fyrirhöfn. Enn verða menn saltvondir ef þeim er úthýst hér á Moggablogginu og af einhverju hlýtur það að stafa.

Líka er blogg-gáttinni hallmælt mjög af sumum og víst er að allmargir virðast hafa farið þangað á röngum forsendum og íþróttafréttir í blöðum eru þvínær endalausar og kaffæra stundum alveg alvöru fréttir. Samantektum góðra bloggara á sínum uppáhaldsbloggurum er oft ágætt að fylgja til að halda áfram rölti sínu um bloggheima. Þeir sem tímabundnir eru verða að finna sínar eigin tímasparnaðaraðferðir og fordómar í garð ákveðinna bloggsvæða hjálpa þar ekki til.

Nú er ég kominn í gamla gírinn. Farinn að blogga einu sinni á dag og ekkert þar framyfir. Það á ekki við mig að blogga alltof oft. Pólitíkin er óðum að færast í sitt venjulega horf. Ekki líður á löngu áður en Hrunið sjálft verður orðið sagnfræði. Enn eru menn þó að tala í alvöru um stjórnlagaþing. Eins og það sé ekki búið að drepa það mál. Hef enga trú á að hæstiréttur fari að éta allt ofan í sig. Hvort sem umhugsunin verður ein mínúta eða ein vika þá verður útkoman sú sama.

IMG 4190Allt orðið rautt.


Bloggfærslur 9. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband