1263 - Stíll

Mér finnst ég hafa ljósan og einfaldan stíl. Veit samt ekkert hvað aðrir álíta um stíl minn eða stílleysi. Allir skrifa einhvern vegin. Líklegast er að engir tveir skrifi eins um sama atburðinn svo dæmi sé tekið. Það er stíll. Knappur bloggstíll er auðlærður. Mér finnst yfirlestur (helst hálfhátt) vera bestur til að ná þeim stílblæ á bloggið sem óskað er. Orðin sem slík hafa engin áhrif. Nausynlegt er samt að hafa á valdi sínu allmörg orð yfir sama eða svipað efni (nú, eða búa þau til) til að forðast endurtekningar.

Hástigsorð og hvers kyns bölv og ragn eru óvinir stíls. Blogg eru mjög mislæsileg. Kannski er það stíllinn sem ræður. Efnið ræður auðvitað miklu líka. Fæstir lesa mikið um það sem þeir hafa engan áhuga á. Ég reyni að hafa efnisval mitt sem fjölbreyttast. Allt getur orðið leiðigjarnt í of miklu magni. Auðvitað er margt annað en það sem ég hef minnst á sem úrslitum ræður um stíl og stílblæ. Sumir halda að engu máli skipti hvernig skrifað er um hlutina. Bara ef sannleikurinn fær að njóta sín. Slíkt er mikill misskilningur.

Menn mega ekki halda að Steingrímur J. Sigfússon sé einhver hvítþveginn engill. Hann er bara gamaldags stjórnmálamaður sem svíkur og prettar þegar það kemur honum vel. Man vel eftir því máli sem hér er sagt frá. Þessa frásögn fann ég einhversstaðar á bloggi minnir mig. Man að Steingrímur hummaði þetta mál allt saman fram af sér og gott ef bændagreyin fóru ekki á hausinn útaf þessu.

Á síðustu dögum sínum í landbúnaðarráðuneytinu vorið 1991 keypti Steingrímur í fullkomnu heimildarleysi mannvirki (níu refahús) af bændum á ríkisjörðunum Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi fyrir 47 milljónir króna. Var hann þar að gera þessum mönnum greiða af einhverjum ástæðum.

Ríkislögmaður taldi að þessi kaup væru ólögleg þar eð heimildar Alþingis var ekki leitað fyrir þeim eins og kveðið er á um í 40. grein stjórnarskrárinnar. Fór málið fyrir Héraðsdóm og Hæstarétt og töpuðu bændurnir málinu á báðum stigum. Komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti ekki að efna samning Steingríms. 

Man semsagt ekkert frá hverjum ég stal þessu. Þetta eru nú ekki nema tvær stuttar málsgreinar svo varla verð ég hengdur fyrir það.

IMG 4181Sólarlagið að skella á.


Bloggfærslur 7. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband