1276 - Hundrað ár í sögu þjóðar

Óhætt er að segja að byrjun tuttugustu aldarinnar hafi ekki síður verið vettvangur mikillar stjórnmálalegrar ólgu hér á Íslandi en nú er í byrjun hinnar tuttugustu og fyrstu. Ekki var kannski eins miklum peningum stolið þá og nú og auðvitað þekkja engir þennan tíma af eigin raun. Um það sem þá gekk á hefur margt verið skrifað og ekki er hægt annað en reyna að heimfæra nútímann upp á það sem þá var.

Rangt sýnist mér þó að ganga of langt í því. Sjálfstæði þjóðarinnar sem þá var greinilega í augsýn og stuðningur fólks við það er ekki það sama og nú er kallað einangrunarstefna af þeim sem vilja veg samvinnu við aðrar þjóðir sem mestan.

Heimurinn er einfaldlega svo gjörbreyttur að það sem áður virtist vera framfarahugur hinn mesti er nú orðið hið rammasta afturhald. Mér sýnist a.m.k. svo. Einangrun og þjóðremba er ekki sá bjargvættur þjóðarinnar sem haldið var fyrir hundrað árum.

Þá vorum við Evrópuþjóð sem greinilega hafði misst af þeim framförum sem orðið höfðu í álfunni á undanförnum öldum. Nú erum við sú þjóð í hugum flestra sem hampar þeim skúrkum sem svindlað hafa á almenningi um mestalla álfuna og neitar að greiða skuldir sínar.

Þeir sem afneita þessu með öllu eru þeir sem umfram allt vilja að hér verði allt aftur eins og var og vilja halda áfram að ræna aðra jafnvel þó það geti kostað útskúfun og einangrun.

Þeir sem hæst hafa um versnandi heim og segja allt á niðurleið telja að öllum líkindum sína kynslóð vera þá bestu. Þeir sem trú hafa á að veröldin fari batnandi hljóta að álíta ungu kynslóðina í dag vera betri en þær sem á undan hafa gengið. Það getur ekki verið að kerfið sjálft sé svona gott, fólkinu hlýtur að fara fram líka.

Þegar allir verða hættir að nýta fjölmiðla (tala nú ekki um prentuð dagblöð - er nokkuð eins úrelt?) og hættir að treysta skoðanakönnunum, allflestir hættir að lesa blogg, og flestir hættir að nota rafpóst hvernig berast þá fréttir milli manna?

Nú, auðvitað með fésbókinni.

Já, en er ekki búið að banna fésbókina eins og tyggjóið á flestum vinnustöðum?

Jú, en um leið og fólk kemur heim fær það að frétta hvað fésbókin hefur að segja um allt sem skiptir máli.

Nú??

Já, fésbókin rúlar.

Er þá sá valdamestur sem best kann á fésbókina?

Auðvitað.

Það er þá nóg fyrir Óla að spyrja fésbókina þegar hann fer að velta því fyrir sér hvort hann eigi að skrifa undir.

Einmitt.

Já, svoleiðis. Ég hafði bara ekki velt þessu fyrir mér.

IMG 4377Inngangurinn að Síams Park.


Bloggfærslur 20. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband