1275 - Mér heyrðist svartur ullarlagður detta

Maður kom á bæ og þóttist vera blindur. Þessu hafði hann fundið uppá til að þurfa ekki að starfa neitt á vökunni. Þetta var þegar tíðkaðist að láta gestkomandi hjálpa til við vinnuna sem heimilisfólkið hamaðist við. Auðvitað datt heldur engum í hug að fara fram á greiðslu fyrir mat og næturgreiða.   

Sá blindi varð var við að ein prjónakonan missti ull á gólfið og sagði þá þessa ódauðlegu setningu: „Mér heyrðist svartur ullarlagður detta."

Ólafur forseti heyrir vel. Sennilega heyrir hann núna vel til þjóðarinnar yfir gjána miklu milli þings og þjóðar. Hvorum megin er Ólafur annars? Er hann kannski á botni gjárinnar?

Þetta eru spennandi tímar. Enginn vafi er á að sjónvarpað verður beint frá þeim merka atburði þegar Ólafur skýrir frá því hvað hann hefur heyrt.

Sá tími sem liðið hefur síðan Ólafur byrjaði að láta að sér kveða með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin sællar minningar árið 2004 hefur verið viðburðaríkur í íslenskum stjórnmálum.

Stjórnskipunin er gjörbreytt. Þó veit engin hvernig hún er. Alþingi, einstakir þingmenn, stjórnmálaflokkar, kjördæmapotarar af öllum stærðum og gerðum, ríkisstjórn, seðlabankastjóri, hæstiréttur, forseti landsins og hver og einn sem því getur við komið hrifsar til sín þau völd sem hann mögulega getur.

Eru þá allir Íslendingar sem í embætti komast svona valdasjúkir? Það hlýtur að vera. Það er jafnvel reynt að kenna krökkum að vera svona. Eða var kannski. Hugsanlega er þetta að breytast. Unga kynslóðin hugsar kannski ekki svona. Hefur bara ekki enn fengið tækifæri til að sýna það.

IMG 4337Heimsókn í perluverksmiðju. Hægt var að kaupa skeljar sem yfirleitt innihéldu perlur, stundum tvær.


Bloggfærslur 19. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband