1270 - Morgunblaðið

Þessa dagana les ég Morgunblaðið talsvert því við fáum það ókeypis. Tveir aðilar skilst mér að hafi látið Herdísi á neðri hæðinni fá gjafaáskrift að blaðinu og hún lætur okkur njóta góðs af því. Eflaust gengur erfiðlega núorðið að selja Morgunblaðið ekki síður en önnur blöð. Líka getur verið að einhverskonar fjölmiðlakönnun sé í gangi. Hvað veit ég? 

Um daginn las ég grein í Morgunblaðinu eftir einhvern gáfumanninn og þar var hann að fjalla um göngustíga og hjólreiðar. Sagði meðal annars að hjólreiðabrautirnar á göngustígunum hér í Fossvogi væru ýmist hægra eða vinstra megin. Ég á erfitt með að þola heimsku af þessu tagi og get helst ekki haldið áfram að lesa þegar ég sé svona lagað. Samkvæmt mínum skilningi hefur hægri og vinstri enga merkingu þegar hægt er að fara í báðar áttir. Kannski hefur þetta samt verið ágætis grein en að taka til orða á þennan hátt finnst mér benda til vanhugsunar og það eyðileggur mikið fyrir mér.

Merkilegt finnst mér að menn skuli enn vera að deila um stjórnlagaþing. Auðvitað er ekkert skrítið að einhverjir skuli vera á móti því að halda slíkt þing. En að hamast við að finna því allt til foráttu núna og skrifa blaðagreinar um alla hugsanlega vankanta þess finnst mér ansi seint í rassinn gripið.

Samþykkt var á alþingi með meirihluta atkvæða að halda stjórnlagaþing. Þó hæstiréttur hafi úrskurðað að ekki hafi verið löglega staðið að kosningu til þess er ekkert sem segir að þingið sjálft sé að engu hafandi. Að sjálfhætt sé við þingið af þessum sökum er fráleitt. Þannig virðast samt sumir hugsa. Alþingi ræður því að öllu leyti hvernig greitt verður úr þessu máli. Allt kemur til greina. Jafnvel að hætta alveg við þingið. Þar með væri alþingi reyndar að segja að fyrri samþykkt þess hafi bara verið plat.

IMG 4265Styttan hjá Garachico. Um hana er löng saga og merkileg.


Bloggfærslur 14. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband