1549 - Síonistinn í Kaupmannahöfn

Scan85Gamla myndin.
Systkinin í Holti og Bjarni Sæmundsson við Veitingahúsið á Vegamótum.

„Alþingi viðurkennir eyðingu Ísraels“ segir Villi í Köben í fyrirsögn á sínu bloggi. Auðvitað er mér svosem sama hvað svona öfgamaður eins og hann segir. Hann á sér samt einhverja skoðanabræður hér á Íslandi.

„Eini flokkurinn á þingi, sem bjargaði andliti Íslands var Sjálfstæðisflokkurinn. Viðurkenning Alþingis á ríki, sem ekki er einu sinni sátt um meðal Palestínuaraba sjálfra, er Palestínuaröbum aumur stuðningur.“

Segir hann jafnframt. Sjallarnir voru nú ekki meira sammála honum en svo að þeir þorðu ekki að greiða atkvæði gegn þessu.

Frést hefur af tveimur sem ekki ætla að gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Það eru Salvör Nordal og DoctorE. Þeir kunna að vera fleiri.

Ég get alveg viðurkennt, að nú lítur út fyrir að við sem vildum samþykkja samninginn um Icesave höfum haft rangt fyrir okkur að miklu leyti. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi það mál.

Svo virðist einnig líta út að ekki verði af aðild að ESB í þessari umferð og að ríkisstjórnin hafi gert mistök þar líka vegna þess að VG mun aldrei samþykkja slíka aðild og hugsanlegt er að handjárnin haldi hjá framsókn og íhaldi. Eftir nokkur ár getur vel verið að eftirsjá verði mikil hér á landi með að hafa ekki gengið í ESB þegar tækifærið bauðst.

Margt hefur stjórnin samt vel gert og á hugsanlega eftir að koma í gegn lagfæringum varðandi fiskveiðistjórnunina. Ekki er annað að sjá en furðu vel hafi tekist að koma landinu uppúr eymdinni sem hér skapaðist fyrst eftir Hrunið. Gagnrýnin á stjórnina er þó hörð, jafnvel harðari en áður hefur tíðkast.

IMG 7190Heimreið.


Bloggfærslur 1. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband