1544 - 1000 myndir....milljón minningar

Scan96Gamla myndin.
Óþolinmóður viðskiptavinur.

Eru tómatar grænmeti, ávextir eða ber?

Eru ber ávextir, grænmeti eða hvað?

Eru kartöflur grænmeti, ávextir, eða kornmeti?

Eru egg kjöt, fiskur eða ávextir?

Eru hrísgrjón kornmeti, fræ eða grænmeti?

Er hveiti gluten, fræ eða pizza?

Hverju er maður bættari þó maður viti svör við sumu af þessu?

Ég meina það. Enginn veit allt. Sumir vita þó ýmislegt. Sumir treysta öllu sem þeir sjá á prenti. Fyrir sumum er netið sannleikur lífsins. Gúgla allan liðlangan daginn og trúa öllu sem þeir sjá. Ég trúi aftur á móti engu. Ekki einu sinni því að ég sé til.

Þegar Sambandið eða SÍS-ið fór á hausinn með brauki og bramli var nýbúið að reisa mikið stórhýsi á þeirra vegum. Eða breyta gömlu húsi og endurnýja það allt. Þar er nú Íslandsbanki til húsa með sínar skrifstofur. Stöð 2 stuðlaði á sínum tíma að breyttu bankalandslagi hér á landi. Er þá bankahrunið henni að kenna? A.m.k. kannast ríkisstjórnir eða stjórnmálaflokkar ekki við nokkra ábyrgð. Tökum bara hruninu eins og hverju öðru hundsbiti. Kannski gerir Lilja Mósesdóttir það samt ekki. Skilst að hún hafi verið bitin af hundi og sýndist fésbókarhalinn við þá fullyrðingu hennar vera ógnarlangur.

Kaupin á Grímsstöðum á fjöllum ber einna hæst í pólitíkinni í dag. Mér finnst langt gengið að áfellast Ögmund greyið fyrir að fara eftir lögum. Margt annað mætti finna gegn honum ef vilji er fyrir hendi. Trúi ekki að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu útaf þessu máli.

Las nýlega bók sem heitir 1000 myndir....milljón minningar. Höfundur hennar er Þormóður Símonarson. Auðvitað eru ekki þúsund myndir í bókinni en þær eru á netinu og ég ætlaði alltaf að skoða þær. Urlið er: http://1000myndir.info/ Mundi skyndilega eftir þessu þegar ég horfði á útsvarið áðan. Sá í skotapilsinu gaf þessa bók og sagði að hún væri eftir bróður sinn. Þeir eru þá sennilega synir Símonar í Görðum og barnabörn Möggu í Dalsmynni.

IMG 7151Já, hvað eru þið að hanga hérna?


Bloggfærslur 25. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband