1538 - Nafngiftir o.fl.

Scan72Gamla myndin.
Svala Bragadóttir.

Bloggađi s.l. föstudagskvöld án ţess ađ minnast á formannskjöriđ í Sjálfstćđisflokknum. Á Moggabloggi er slíkt auđvitađ ekki skynsamlegt ef ćtlunin er ađ margir lesi. Mér er sama. Veit ađ Hanna Birna vinnur auđveldlega og var áđan ađ lesa nokkuđ skynsamlega grein hér á Moggablogginu eftir Svan Gísla um ţetta mál.

Merkilegt í ađra röndina hve höll fréttastofa RUV er orđin undir Sjálfstćđisflokkinn en í hina röndina ekkert skrítiđ. Ef bara er miđađ viđ fjórflokkinn og gengiđ útfrá ţví ađ allt verđi eins og veriđ hefur er ekkert einkennilegt viđ ađ sá flokkur verđi aftur stćrstur. Aftur á móti er vel hugsanlegt ađ Hruniđ hafi hreyft svo mikiđ viđ fólki ađ pólitíska landslagiđ breytist töluvert í nćstu kosningum.

Er besta leiđin til ađ komast í Kastljósiđ ađ vera veikur? Komast allir sem eru veikir ţangađ? Og skyldi DV einhverntíma fjalla um ađra en útrásarvíkinga og ţá sem eru á hausnum. Hvađ er orđiđ um allt venjulega fólkiđ sem svarađi spurningu dagsins 365x4? Hver er hćsta talan sem hćgt er ađ skrifa međ ţremur tölustöfum?

Skrifađi í gćr um Ţórunni Valdimarsdóttur og hvernig nafn hennar er skrifađ. Viđ ţessu hafa lítil viđbrögđ orđiđ. Manns eigiđ nafn er ţó einhver manns helgasta eign og alls ekki ţýđingarlaus. Stundum er ţađ samt gefiđ af foreldrum eđa öđrum ađstandendum í einhverju bríaríi upphaflega, en eftir ađ viđkomandi einstaklingur er kominn til vits og ára ćtti enginn ađ geta hróflađ viđ nafninu án hans samţykkis. Mannanafnanefnd er ađ mínu áliti einhver ónauđsynlegasta nefnd landsins og er ţá afar langt til jafnađ. Séu börn nefnd einhverjum ónefnum eiga ţau sjálf ađ leiđrétta ţau mistök ţegar ţau hafa ţroska til. Fram ađ ţeim tíma er nafngjöfunum einum um ađ kenna.

Séu nöfn ađ einhverju leyti óvenjulega framborin eđa skrifuđ verđa viđkomandi sjálfir ađ sjá um ađ rétt sé međ fariđ og eru mörg dćmi um slíkt. Hagstofan og Ţjóđskráin hafa samt fariđ illa međ margan manninn án ţess ađ nokkuđ ţýđi ađ fara ţar framá leiđréttingu. Hef sjálfur lent í ţví og einhver systkina minna einnig en ćtla ekki ađ fjölyrđa um ţađ hér.

Rithöfundar hafa löngum haft sterkar skođanir á nöfnum og kenningarnöfnum. Sennilega hefur Sigurđur A(đalheiđarson) Magnússon veriđ međal ţeirra fyrstu sem vildi kenna sig viđ móđur sína ekki síđur en föđur. Nú er ţađ aftur á móti orđin mikil tíska ađ kenna sig viđ móđur sína. Ţorgeir Ţorgeirson hafđi sterkar skođanir á ţví hvernig stafsetja ćtti nafn sitt. Mörg dćmi er hćgt ađ finna um ađ ţetta skipti verulegu máli.

Nafnvenjur okkar Íslendinga ţykja útlendingum skrýtnar mjög. Ađ kenna sig einungis viđ móđur sína er móđgun viđ föđurinn miđađ viđ ţađ sem tíđkast hefur. Líka er hćgt ađ líta á ţađ sem móđgun viđ móđurina ađ gera ţađ ekki. Lausn Ţórunnar sem minnst var á í gćr er ţví eđlileg og óţarfi ađ hunsa hana.

IMG 7135Indíánatjald eđa bátur?


1537 - Skák

Scan72 (2)Gamla myndin.
Síamsköttur.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar í vefritiđ Pressuna um bók sína um kommúnista á Íslandi og viđtökur viđ henni. Ekki minnist hann samt neitt á Eyvindarmisskilninginn sem Jens Guđ gerđi ađ umtalsefni á bloggi sínu nýlega undir nafninu „Hvor lýgur“. Svarhalinn viđ ţá fćrslu er sérlega athyglisverđur og ef ske kynni ađ einhver sem ţessar línur les sé ađdáandi Jens Guđs eđa Hannesar Hólmsteins ćtti sá svarhali endilega ađ lesast ásamt greininni ađ sjálfsögđu.

Minntist um daginn á millisvćđamótiđ í skák sem haldiđ var í Gautaborg áriđ 1955. Á ţessum tíma voru einhver frćgustu skákmótin haldin um hver áramótin í bćnum Hastings á suđurströnd Englands. Um áramótin 1955/1956 var hiđ 31. slíkra móta haldiđ. Ţar tóku til dćmis ţátt tveir ţekktir stórmeistar frá Sovétríkjunum ţeir Kortsnoj og Taimanov. Stórmeistarar í skák voru ekki nándar nćrri eins margir ţá og ţeir eru nú. Stórmeistarinn Ivkov frá Júgóslavíu tók einnig ţátt í ţessu móti, svo og ţýski meistarinn Darga og Spánarmeistarinn del Corral. Allir bestu skákmenn Bretlands tóku einnig ţátt s.s. Golombek, Penrose og Fuller. Alls voru ţátttakendur tíu.

Skemmst er frá ţví ađ segja ađ ţeir Kortsnoj og Friđrik Ólafsson urđu efstir og jafnir og segja má ađ í skákheiminum hafi nafniđ Friđrik Ólafsson veriđ ţekkt síđan. Áriđ 1972 var einvígiđ frćga milli Spasskys og Fischers haldiđ hér á Íslandi og jók ţađ stórlega áhuga fyrir skák á landinu. Međ frammistöđu Hjörvars Steins Grétarssonar á Evrópumóti landsliđa í Grikklandi sem lauk nýlega er e.t.v. hćgt ađ vonast eftir ţví ađ skákáhugi vaxi aftur hér á landi. Kannski eru Íslengingar betri í skák en fjármálum. Fjármálamiđstöđin Ísland virđist a.m.k. fyrir bí í bili.

„Djúpir eru Íslands álar, ţó munu ţeir vćđir vera“, sagđi tröllskessan og öslađi út í sjó frá Noregsströndum áleiđis til Íslands. Sagt er ađ hún hafi drukknađ á leiđinni og er ţađ trúlegt. Veit ekki af hverju mér datt ţessi gamla ţjóđsaga í hug einmitt núna. Lćt hana samt flakka ţví hún er góđ.

Ţórunn Valdimarsdóttir hefur margar bćkurnar skrifađ. Fyrir nokkrum árum tók hún uppá ţví ađ skrifa sig ţannig: Ţórunn Erlu-Valdimarsdóttir. Ég hef alltaf tekiđ ţađ ţannig ađ móđir hennar heiti eđa hafi heitiđ Erla. Nýlega sá ég samt skrifađ um nýjustu bók hennar og ţar var hún hiklaust kölluđ Ţórunn Erla Valdimarsdóttir. Ţađ er hún einnig kölluđ á Youtube sýnist mér.

IMG 7126Gífurleg ađsókn.


Bloggfćrslur 19. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband