1535 - Skák og lambsverđ

Scan649Gamla myndin.
Trésmiđja Hveragerđis.

Ţađ er hálfilla gert ađ vera ađ gera grín ađ Vigdísi Hauksdóttur. Sumir kalla ţađ einelti. Hún sagđi í gćr, miđvikudag, á degi íslenskrar tungu: „Ég var ekki fćdd í gćr“. Međ öđrum orđum hún hélt rćđu á Alţingi sama daginn og hún fćddist. Ţađ hlýtur ađ vera einhvers konar met. Já, já. Ţetta er aumlegur útúrsnúningur en ósköp líkt ţví sem háttvirtir/hćstvirtir alţingismenn láta oft útúr sér í hálftíma hálfvitanna. Svo talar ţetta vesalings fólk um vanvirđingu viđ Alţingi.

Líklega er millisvćđamótiđ í Gautaborg áriđ 1955 fyrsta skákmótiđ sem ég fylgdist međ ađ einhverju ráđi. http://www.worldchesslinks.net/ezdc3.html Fréttir og fréttabréf frá ţví móti minnir mig ađ hafi birst í Mogganum. Man ađ ţar var Bronstein efstur eftir ađ hafa unniđ tíu skákir og gert tíu jafntefli. Í fjórđa sćti var Petrosjan en hann vann fimm skákir og gerđi fimmtán jafntefli. Man ađ mér ţótti ţessar tölur merkilegar. Í öđru sćti var Keres ţó hann hefđi tapađ tveimur skákum. Ţriđji var svo Panno.

Á ţessum árum einokuđu sovétmenn skákina ađ mestu. Ţegar Botvinnik og Smyslov háđu síđan einvígi í Moskvu um heimsmeistaratitilinn var einungis sagt frá ţví í Ţjóđviljanum. Man ađ ég sá hann einhverju sinni hjá Sigurđi Árnasyni. Björgvin Árnason var ţá líklega einum bekk á undan mér í skólanum. Var í heimsókn hjá honum ţegar ţetta var. Já, ţađ voru ekki margir Hvergerđingar á ţeim tíma sem lásu Ţjóđviljann.

Sagan um uppruna skáktaflsins er mörgum kunn. Sá sem fann upp tafliđ vildi ađeins fá greitt fyrir ţađ ţannig ađ eitt hveitikorn yrđi greitt fyrir fyrsta reitinn á skákborđinu, tvö fyrir ţann nćsta og síđan yrđi tala hveitikornanna tvöfölduđ fyrir hvern reit. Kóngsa ţeim sem tafliđ fékk ţótti ţetta ekki hátt verđ fyrir svo góđan leik, en ţegar fariđ var ađ reikna varđ talan nokkuđ há.

Grein birtist í Mogganum nýlega ţar sem greinarhöfundur ímyndar sér ađ Ţorgeir Ljósvetningagođi hafi sent lambsverđ til Vatikansins áriđ 1000. Hann kćrđi sig ekki um peninga heldur vildi ávallt halda sig viđ lambsverđ. Miđađ viđ 5% vexti ćtti hann nú ađ eiga talsvert mörg lambsverđ ţar inni.

Í bloggi um ţetta mál segir:

Samkvćmt reiknitölvu minni er innistćđan nú pr. 1. nóvember sl. 2.644.730.110.000.000.000.000 lömb eđa til ţess ađ segja ţetta í mćltu máli: Rúmlega tvöţúsund sexhundruđ og fjörutíu milljarđar milljarđa lamba, sem svarar til 377 milljarđa lamba á hvern jarđarbúa.

Vel getur veriđ ađ ţetta sé rétt. Ekki ćtla ég ađ reikna. Ţetta sýnir bara ađ háar tölur og langur tími gefur oft skrítnar útkomur. Slíkt er mjög vafasamt ađ nota á verđmćti og mun betra ađ hugsa bara um afkomu nćsta dags en hvernig afkoma einhvers verđur eftir meira en ţúsund ár eđa 64 tvöfaldanir.

IMG 7112Bekkurinn fjćr er blautari en sá sem er nćr. Af hverju?


Bloggfćrslur 17. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband