1532 - Það er nefnilega það

Scan584Gamla myndin.
Malarbingur. (Í Reykjavík væntanlega)

Ég skal segja þér af hverju þú ert að gera rétt með því að lesa bloggið mitt eins og þú ert að gera núna. Hér er þó a.m.k. hægt að hætta. Þetta er nefnilega ekki framhaldsblogg. Ef þú lætur glepjast til að fara að lesa heila skáldsögu að ég tali nú ekki um krimma þá getur þú búist við að verða hálfbundin yfir þessum ómerkilegheitum í marga daga. Sumir eru kannski fljótlesnir og bruna yfir bækurnar á flettihraða, en ekki allir. Sumir lesa hægt og varlega. Höfundurinn gerir allt sem hann getur til að gera bókina spennandi. Þannig gerir hann þér erfiðara fyrir að hætta. Þannig er því ekki varið með blogg. Þau taka enda. Jafnvel mjög fljótt. Svo er alltaf hægt að telja sjálfum sér trú um að fleiri almennileg blogg séu ekki til.

Auðvitað veit ég ekkert hvað gerist í næstu kosningum. Margt bendir samt til að fylgi flokkanna (fjórflokksins) verði svipað og fyrir Hrun. Hins vegar hreinsist þeir vonandi að mestu af þinginu sem þar sátu þegar Hrunið varð. Vinstri grænir líka. Írinn sem var hjá Agli í Silfrinu á sunnudaginn var ágætur og svo ætlar hann að fara að vinna hér. Reiðin, hefndarhugurinn og uppgjöfin mega ekki ráða öllu. Hér þarf að taka til hendinni. Nú ætti að vera tækifæri fyrir þekkta og heiðarlega menn með lítil sem engin tengsl við fjórflokkinn að krækja sér í auðfengin völd. Kannski vilja þeir það ekki og þá má búast við að endirinn verði sá að við sitjum upp með sömu fáráðlingana og áður.

Það eru þrjú mál sem ég þarf helst að minnast reglulega á hér á blogginu mínu. Fyrst er að telja „Sögu Akraness-málið“. Ég er nefnilega búinn að minnast svo oft á það að ég verð eiginlega að halda því áfram. Kannski er það samt í óþökk Hörpu Hreinsdóttur sem bæjarstjórinn og fleiri eru greinilega að reyna að þagga niður í. Hitt er „Kögunarmálið“, en Teitur getur alveg séð um það sjálfur. Það liggur við að maður sé farinn að vorkenna Gunnlaugi greyinu. Man ómögulega hvað það þriðja er. Kannski það hafi bara verið biskupsmálið. Líklega er það samt að leysast fyrst Karl ætlar að hætta fljótlega.

Fór í kvöld á jólahlaðborðið hjá Húsasmiðjunni sem Jens Guð mælti með. Það var alveg ágætt þó hvorki væri þar hangikjöt né reyktur lax. Heldur ekki neinir eftirréttir enda kostaði það ekki nema 1200 og eitthvað krónur. Fer jafnvel aftur þangað fyrir jólin.

Þetta átti að verða stutt blogg og auðvelt að hætta í tíma, en það er erfitt að hætta að skrifa þó vonandi komi dagur eftir þennan dag.

IMG 7088Bensínsala.


Bloggfærslur 15. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband