1517 - Occupy everything

Scan232Gamla myndin.
17. júní í Reykjavík.

Jónas Kristjánsson jónasast mikið yfir því að tjaldbúar á Austurvelli hafi tjaldað á vitlausum stað. Það finnst mér ekki vera. Að þeir noti enska orðið occupy finnst mér líka vera í góðu lagi. Hreyfingin sem á uppruna sinn í Occupy Wall Street getur vel orðið að alheimshreyfingu innan skamms. Stjórnmálalandslag á Vesturlöndum hefur breyst. Ekki er lengur hægt að níðast með sama hætti og áður á almenningi. Það 1 % sem hingað til hefur stjórnað heiminum er að hamast við að finna nýjar aðferðir. Ekki er víst að níutíu og níu prósentin þurfi að gera annað en að bíða. Kannski hrynur spilaborgin strax og blásið verður á hana.

Ekki er kyn þó mótmælendum gangi illa að finna lausnir. Þær eru margar. Allir, eða næstum allir, geta sameinast um að vera á móti eina prósentinu en þá er samstöðunni e.t.v lokið. Ef allir sameinast um að rífa niður þá þarf samt að byggja upp aftur. Þar langar útrásarvíkingana að koma sterkir inn. Forsetann líka. Hann hagræðir seglum eftir vindi og vonast til að finna besta byrinn.

Kannski er best til að gera menn afhuga fésbókinni að kalla allt sem þar fer fram lágmenningargutl. En hvað er lágmenningargutl? Er það ekki skárra en Menningarsnobbið sem öllu tröllríður og þykist allt vita best? Setti þjóðina á hausinn og er núna að reyna að klóra sig uppúr skítnum. Svona fimbulfamb og nafngiftir er það sem best á heima á blogginu. Sumir reyna að vísu að vera ögn lágstemmdari, en það heyrist bara ekkert í þeim.

Af hverju eru allir svona æstir? Jafnvel biskupinn talar um mannorðsmorð og annað þaðan af verra. Hvað er eiginlega hlaupið í umræðuna? Eru allir orðnir vitlausir?

Skelfing er fátt áhugavert á netinu – not.
Ég er að hugsa um að blogga á eftir – kannski.
Myrkið er svart – einmitt.
Svo ég fer líklega bara að sofa – bráðum.
Er þetta ljóð – Veit ekki.

IMG 6964Menntaskólinn í Reykjavík.


Bloggfærslur 1. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband