1497 - Hagstofutrú

Ókey, ég er Hagstofutrúar. Finnst skráning í trúfélag engu máli skipta. Nenni ekki að hafa fyrir því að skrá mig í annað trúfélag og veit ekki einu sinni hvaða trúfélag það ætti að vera. Get auðvitað skráð mig utan trúfélaga, held ég, en finnst það líka of mikil fyrirhöfn. Best væri auðvitað að vera laus við þetta alltsaman en ég sé ekki að það skaði að vera bara Hagstofutrúar.

Þetta með Hagstofutrúna er ágætis uppfinning. Ef talað er um trúmál á annað borð vil ég gjarnan vera eins og kamelljónið og skipta bara um trú eftir því við hvern er talað. Á blogginu er mikið stundað að karpa um trúmál. Þar étur hver úr sínum poka og aldrei fæst niðurstaða í neitt. Þá er nú skárra að karpa um ESB.

Einhver var á fésbókinni í gær að hneykslast á opnu bréfi til framsóknarmanna sem Vigdís Hauksdóttir alþingismaður skrifaði. Urlið er svona: http://www.vigdish.is/2011/10/opi-bref.html . Kannski er búið að lagfæra það eitthvað núna, en mikið skelfilega var það illa skrifað. Ég tók afrit af því og get vitnað orðrétt í ósköpin ef einhver efast um að ég segi satt og rétt frá.

Eftir Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu að dæma þá er í undirbúningi hjá Pétri Blöndal aþingismanni að koma með tillögu í kvótamálinu sem ekki er víst að LÍÚ og forysta Sjálfstæðisflokksins samþykki. Ég hef enga trú á því að landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykki eitthvað sem LÍÚ er á móti.

Já, það var eitthvað opið fyrir Útvarp Sögu í morgun. Jón Valur Jensson reyndi eins og hann gat að auglýsa bloggið sitt þar. Þóttist jafnvel vera málefnalegur.

Nú á að stofna sérstakan starfshóp um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Sennilega til að svæfa það enn einu sinni. Ögmundur er að mörgu leyti í vondum málum. Ekki getur hann skipað dómstólunum fyrir.

IMG 6825Esja.


Bloggfærslur 8. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband