1493 - Páll og Jónas

Tveir af allra orðljótustu og æstustu bloggurum sem um stjórnmál skrifa eru Páll Vilhjálmsson og Jónas Kristjánsson. Báðir eru allgóðir pennar og hafa þónokkra reynslu í stjórnmálaskrifum. Ég get ekki að því gert að ég met Jónas miklu meir. Finnst hann skrifa af mikilli þekkingu um mál en  Páll reyna að ganga sem allra lengst í orðhengilshætti og ógeðslegum níðskrifum. Les ekki alltaf það sem hann skrifar að vísu. Af Moggabloggurum er hann samt mjög vinsæll og mikið lesinn. Flaggar því líka óspart og þykist vita alla hluti. Skrifar oft á dag og gætir þess jafnan að linka í vinsælar fréttir.

Það eru að vísu margir sem reyna að ganga eins langt og hann í ESB og Jóhönnu níði. Þetta er það sem mér finnst og vel getur verið að mörgum finnist Jónas ganga mjög langt í hina áttina. Ekki finnst mér það samt.

Útvarp Saga (Pétur Gunnlaugsson) segir að ESB standi nú frammi fyrir þeim stærsta vanda sem það hefur nokkru sinni gert. ESB er meira en evran og fjármálalegt samstarf. Fjármálalega séð er líklegt að vandinn nú sé stór og ekki skal ég draga úr að í því kerfi sem búið er við, skipta fjármálin miklu. Þau þurfa þó ekki að skipta öllu máli, nema svo sé ákveðið. Bankana þarf ekki endilega að reka á þann hátt sem gert er.

Á sínum tíma gerðu kaupfélögin útaf við kaupmennina sem mergsugu bændur. Síðan fóru þessi sömu félög að drepa af sér alla samkeppni og urðu ríki í ríkinu áður en þau liðu víðast hvar undir lok. Á sama hátt og kaupmennirnir hér áður fyrr urðu að gefast upp fyrir kaupfélögunum (samtökum fólksins) held ég að fjármálastofnanirnar og bankarnir þurfi e.t.v. að leggja upp laupana ef fólk sameinast gegn þeim.

Það fólk sem staðið gæti fyrir slíku hér á Íslandi er til. Þann eldmóð og þá framsýni sem einkenndi upphaf samvinnuhreyfingarinnar hér á landi er enn hægt að finna. Samvinnuhreyfingin sótti sér fyrirmyndir til Bretlands. Enn held ég að læra megi af útlendingum. Nýjungar í bankastarfsemi er víða verið að prófa. Eitthvað af því gætum við Íslendingar tekið upp.

IMG 6750Blóm


Bloggfærslur 4. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband