1131 - Ljóð eða ekki ljóð

Horfandi á Word-skjalið í tölvunni.

Hvítt blað í ritvél tíðkaðist áður.

Hrikaleg ósköp

að horfa á slíkt

áður en stafirnir

á það koma

og mynda orð.

Blaðið einblínir á móti.

Finnst mér a.m.k.

Þá sultu skáldin

heilu hungri

en ég safna ístru

í stað megurðar

og er sjaldan svangur.

Hvernig skyldi næsta blogg mitt verða?

Gaman að vita það.

Er hægt að kalla þetta ljóð

bara vegna þess hvernig það er sett upp?

Fjöldi ljóðlína er legíó

og punktarnir margir.

Óþarfi að spara blöðin og greinaskilin.

Búinn að finna mynd til að setja aftast.

Er þá ekki allt komið?

Nú, er þetta ekki nógu langt?

Má þetta ekki vera stutt blogg,

eða jafnvel stuttblogg.

Rím og stuðlar eru bara til trafala

og tefja fyrir.

Höfuðstafir eru jafnvel verri.

Nú vendi ég minu kvæði í kross.

Sankti María sé með oss.

Kvæðarugl mér kemur frá.

Kannski er spekin himinhá,

en kannski bara miðlungs.

Hvernig skyldi vera best að byrja

bragarleysu þessa að kyrja?

Rímið kemur mig að kvelja

kannski er ekki um neitt að velja.

En það gerir ekkert til

ég má hafa þetta eins og ég vil.

Eða hérumbil.

Nú er komið nafn á þetta

nefnilega var að detta.

Ljóð mun þetta að lokum verða

ef að þessi andagift

sem í upphafi var fengin

ekki svíkur drenginn.

Og svei. Hún ætlar mig að svíkja.

En ég hef ekki hugsað mér að víkja

af vegi þeim

sem liggur heim

til þeirra forardíkja

sem í ljóðlistinni ríkja.

Með hangandi hendi

einhver mér sendi

Magister Bibendi.

Það ljóta kykvendi

vona ég að lendi

lífsháska í

og líf sitt endi

sem allra fyrst.

Einhverntíma

skal ég glíma

eða líma

gegnum síma.

Nú, eða híma

og ekki tíma

að láta ríma.

Ef úti er kalt

og veður svalt

þá umfram allt

þú drekka skalt

malt.

Nú veit ég ekki meir

hvort þetta er leir

eða gullinn eir

sem aldrei deyr.

Og því er best að hætta.

IMG 2975Þessir voru eitthvað að músísera í Bankastrætinu á menningarnótt. Gott ef ég kannast ekki við svipinn á þeim.


Bloggfærslur 6. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband