1128 - Ný stjórn

Jæja þá er búið að stokka upp í ríkisstjórninni. Hef trú á þessum breytingum. Kannski verður gagnrýnin minni og ómarkvissari eftir að búið er að þagga niður í óánægjuröddunum innan stjórnarflokkanna. Vissi alltaf að Ögmundur myndi frekar fara inn í ríkisstjórnina aftur en stuðla að falli hennar. Breytingar á ríkisstjórnum eru alltaf dálítið vandræðalegar hér á Íslandi en þurfa alls ekki að vera það. Nýir vendir sópa best.

Hjá mér er berjatínsla næst á dagskrá og verið getur að ég fari á morgun (föstudag) í hana. Líklega verða það nú bara krækiber sem ég tíni, en þau eru svosem ágæt. Sá um daginn óvenju mikið af hrútaberjum í Heiðmörk.

Sá fésbókarvinur sem ég fylgist hvað best með er Jósefína Dietrich. Lít á hana sem fjölskyldu-outlet og hún er mjög vel heppnuð að því leyti. Myndirnar af henni eru líka góðar.

Svo ég minnist aðeins á gamlar og úreltar fréttir þá er ég kominn á þann aldur að mér hugnast ekki að lífeyrissjóðir landsins séu að taka þátt í samkeppnisrekstri. Betra væri að þeir pössuðu betur þá peninga sem þeim hefur verið trúað fyrir. Kannski blessast þetta samt en hætt er við að einhverjir verði fyrir barðinu á lífeyrisfyrirtækjum ekki síður en verslunum sem ríkisbankar hafa tekið upp á sína arma.

IMG 2950Eldsmiðja á menningarnótt.


Bloggfærslur 3. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband