29.9.2010 | 07:02
1154 - Kosið um Landsdómsfyrirköllun
Jafnvel er búist við atkvæðagreiðslu um landsdómsfyrirköllun á Alþingi í dag. Margir bíða úrslita í þessari atkvæðagreiðslu með talsverðri eftirvæntingu. Ég á von á að ef af henni verður muni hún ekki verða minnisstæð. Þó er erfitt að vera á annarri skoðun en að hún geti endanlega skorið úr um framtíðaráhrif og vald Alþingis Íslendinga. Líklegast er að ef tillagan verður felld verði áhrif Alþingis nánast engin í fyrirsjáanlegri framtíð og Samfylkingin gæti líka farið mjög illa útúr þessu. Mun líklegra er að Íhald og Framsókn haldi sínu.
Hvar liggja mínir hæfileikar? Einhvers staðar eru þeir og hljóta að vera. Eru það blogg skrifuð undir Sæmundarhætti? Líklegt er það. Annars væru þau varla nefnd eftir mér. Er ég þá ekki líka manna best fallinn til að skýra þennan vandaða blogghátt? Jú, að sjálfsögðu. Sæmundarháttur í bloggi er að blogga á svipaðan hátt og ég geri. Mest um blogg og sjálfan mig en þó svolítið um annað stöku sinnum. Gæta skal þess að móðga engan og helst má ekki minnast á hrun, stjórnmál og þessháttar málefni.
Fyrir mér eru blogg bókmenntagrein og ég tel sjálfum mér trú um að ég sé ákaflega flinkur bloggari. Það er ekkert sérlega erfitt. Mér finnst gaman að blogga. Einkum og sér í lagi vegna þess að ég þykist svo góður í því. Það er líka gaman að hrósa sjálfum sér. Aðrir gera það ekki. Það er þeirra vandamál.
Endalaust má bollaleggja um málfar. Sjálfur skrifa ég oft að eitthvað sé líklegt. Er það þá eins og lík, eða hvað? Látum ekki enska lækið trufla okkur þó búið sé að troða því kyrfilega í fésbókarlingóið eða jargonið sem allir kunna orðið hrafl í.
Já, ég er búinn að vera mikið í því að hrósa sjálfum mér hér á blogginu að undanförnu. Er jafnvel að hugsa um að taka Pálssoninn á þetta. Eins og sumir muna sem lengi hafa fylgst með bloggskrifum stundaði Stefán Pálsson það eitt sinn að fullyrða við hvert tækifæri sem bauðst (og þau voru allmörg í þeirri fréttaþurrð sem þá ríkti) að hann væri besti bloggari landsins. Á endanum voru sumir blaðamenn og jafnvel fleiri farnir að trúa þessu. Það er jafnvel ekki örgrannt um að það eimi eftir af þessu enn.
Því fer fjarri að Stefán sé besti bloggarinn á landinu né hafi nokkurntíma verið það. (Og eflaust ég ekki heldur). Það sem ég finn honum einkum til foráttu fyrir utan magnaðan besservisserahátt er hve ósýnt honum er um að viðurkenna nokkurntíma eigin mistök. Ef slíkt er borið uppá hann (sem er nokkuð oft) fer hann bara að tala um eitthvað annað. Þetta gera fleiri. T.d. eiga þingmenn flestir (og forystumenn flokka alveg sérstaklega) mjög erfitt með að viðurkenna eigin skeikulleika.
Málfar er mér oft ofar í huga en ég vil viðurkenna. Á það til að rífast hástöfum við sjónvarpið þegar ég þykist verða var við augljósar málvillur þar. Auðvitað þýðir það ekki neitt en stundum næ ég að skrifa slíkt hjá mér. Ég er þó ekki nærri eins duglegur við að safna ambögum og Eiður Guðnason. Sverrir Páll Erlendsson (en ekki Erlendur Sveinn Hermannsson eins og ég hélt fyrst að hann héti) kennari á Akureyri var líka duglegur við þetta og mig minnir að hann sé á Gúglreader-listanum mínum. Þarf samt að athuga það betur. Kannski er hann bara hættur þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 29. september 2010
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson