1124 - Hátíðleg blogg

Nei, bloggin eru að verða hættulega hátíðleg hjá mér. Best er að tala í hálfkveðnum vísum og paradoxum.

Harpa Hreinsdóttir hallmælir prestum og prelátum fram og aftur í sínu bloggi. Erfitt er að vera ekki sammála henni. Kirkjan þarf svo sannarlega að taka til í sínum ranni. Hún hefur dregist háskalega aftur úr í almennri þjóðfélagsþróun.

Illugi Jökulsson og Þórhallur Heimisson deildu um daginn í kastljósi um trúmál. Mér fannst Þórhallur hafa það eitt til málanna að leggja varðandi aðskilnað ríkis og kirkju að kirkjan héldi uppi svo miklu félagsstarfi á fámennum stöðum að ekki mætti hætta því. Semsagt eina réttlætingin fyrir allri litúrgíunni og kjólastandinu væri að prestarnir í litlu sóknunum úti á landi væru að finna sér allt mögulegt til dundurs.

Mér fannst Illugi koma betur út úr þessari umræðu. Kannski var það bara af því að hann speglaði betur mína fordóma. Veit það ekki.

Þó stjórnlagaþing og ESB séu mín hjartans mál að mörgu leyti dugir ekki að skrifa bara um svo leiðinlega hluti. Ekki get ég samt reitt af mér brandarana eins og sumir. Frekar mundi ég setja þá einn og einn í einu á fésbókina. Bloggið á að vera svolítið hátíðlegt.


Bloggfærslur 30. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband