1120 - Orkuveitan

Af hverju fór það allt saman svona þetta með Orkuveituna? Er eðlilegt að við neytendur borgum tuttugu til fjörutíu prósent hærri orkureikninga bara vegna þess að einhverjum Nígeríubréfum var veifað framan í afglapana í stjórn fyrirtækisins? Ég segi nei. Er ekki bara skárra er að láta helvítið fara á hausinn? Líklega missa þá allar toppfígúrurnar vinnuna. En mér er sama. 

Á góðum dögum þykjumst við Íslendingar borga lægra orkuverð en aðrir. Líklega er það tóm vitleysa. Reynt er að láta borgarkómedíuna sem spiluð var á síðasta kjörtímabili líta út sem björgunaraðgerð vegna Orkuveitunnar. Kannski var hún það en kannski kom hún bara í veg fyrir að hækkunin nú yrði nokkur hundruð prósent.

Magma - Orkuveita - biskupar - Icesave - ESB - Jón Bjarnason. Allt eru þetta bara ómerkilegar fréttir dagsins. Gleymdar á morgun. Ný stjórnarskrá er málið og þar af leiðandi væntanlegt stjórnlagaþing. Nýjasti bloggvinur minn, Sigþrúður Þorfinnsdóttir, heldur úti sérstakri bloggsíðu um stjórlagaþingið. Síðan heitir stjornlagathing.blog.is - semsagt einskonar útibú frá Mogganum eins og ég.

Fékk áðan tölvubréf frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Já, ég gekk í framsóknarflokkinn á sínum tíma til að hjálpa systursyni mínum Bjarna Harðarsyni á þing og síðan hefur mér ekkert gengið að komast úr honum aftur. Hef heldur ekki gert mikinn reka að því. Rukkanir frá þeim forðast ég samt að borga. Las ekki bréfið Sigmundar nema rétt byrjunina enda er það óralangt. Hann telur upp ein 10 til 20 mál sem hann segir að framsóknarmenn hafi staðið sig vel í. Gat ekki séð að þar væri minnst á aðildina að ESB eða stjórnlagaþing. (Gáði að því.) Ætli framsókn segi ekki bara pass í báðum þessum málum?


Bloggfærslur 26. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband