1118 - Afsakið

Það var ógætilegt að nota nafn biskupsins fyrrverandi í fyrirsögn. Mörg hundruð manns hafa litið á bloggið mitt í dag. Sumir kannski eingöngu vegna fyrirsagnarinnar. 

„Þar sem bókmenntunum sleppir tekur tónlistin við," segja tónlistarunnendur stundum.

„Þar sem heimspeki og rökræður enda taka trúarbrögðin við," segja trúmenn gjarnan.

Um þetta má rökræða fram og aftur án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Leiðin að einhverju ímynduðu markmiði getur verið jafn markverð og markmiðið sjálft.

Ég ímynda mér að fólki leiðist oft trúmálaumræður vegna þess að það vill komast hjá að setja sig inn í hugsanagang annarra og hefur ekki lagt í vana sinn að koma hugsunum sínum í orð.

Óneitanlega eru þessar umræður oft staglkenndar og einstaklingsbundnar. Hver og einn trúir á sinn hátt. Notkun trúfélaga á skattpeningum og sókn þeirra í að binda börn á einhverskonar klafa eru þó vissulega ekki til fyrirmyndar.

Deilumeistarar hér á Moggablogginu virðast flestir sérhæfa sig annað hvort í trúardeilum eða deilum um aðild að ESB. Er ekki rétt að fara að keppa bara í þessu?

Annað hvort er að fara á berjamó núna fljótlega eða sleppa því alveg þetta árið. Sveppatíminn stendur líka sem hæst núna. Þegar næturfrost fara að verða algeng er þetta búið spil.


Bloggfærslur 24. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband