1116 - Trúboð DoctorE

Hér talast við mitt ego og mitt alter ego. Mér finnst einfaldlega henta vel að koma ýmsu til skila í samtalsformi.

E: Svanur Gísli er að rökræða um trúmál við Doksa. Guð hjálpi honum.

A: Já, hann kallar yfir sig mikinn fjölda af athugasemdum, en til hvers?

E: Mér finnst DoctorE reka eins konar trúboð. Hann vill að sem flestir hugsi á líkan hátt og hann. En hver græðir á því? Ekki hann.

A: En himnafeðgarnir tapa.

E: Já, þannig virkar trúboð. Er ekki trúleysi trúboð? Um það deildu Kiddi og Grefill sem frægt er orðið. Peningar koma málinu ekkert við. Ekki heldur barnaníð, sorg eða aðrar kenndir. Heldur ekki rökfræði eða jólasveinar.

A: Ibexinn var sniðugur. Ef doctorE líkist honum en trúmenn kallinum þá vil ég Ibexinn frekar. Finnst þetta myndband samt ekki innlegg í trúmálaumræðu.

E: DoctorE hefur heilmikið fyrir þessu trúboði sínu. Safnar miklu efni úr erlendum fjölmiðlum og dreifir því. Tekur líka mikinn þátt í trúardeilum.

A: Eins og þú.

E: Ég reyni nú að vera fjölhæfari og minnast á fleira. Vara mig líka á Morgunblaðsguðunum. Það eru mín trúarbrögð.

A: Hahaha. Góður þessi. Er Dabbi þá sama og Sússi eða Guddi?

E: Eiginlega.

A: Tölum um annað. Dabbamál leiða bara að hruninu. Það viljum við umfram allt forðast. Þetta er að verða eins og hver önnur pólitík.

E: Sem er slæm tík.

A: Já, ekkert betri en rjómatíkin hans Kiljans.

E: Svanur Gísli saknaði trúleysingjanna sem venjulega láta til sín heyra í svona málum. DoctorE var eiginlega einn á móti öllum þarna. Og þó ekki.Margir eru sammála honum um sumt.

A: Er búinn að pæla í gegnum fleiri komment hjá Svani. Mér finnst þau skemmtileg. Villi í Köben svarar kallinum eiginlega af mestum krafti.

E: Já, en ég er samt á móti honum. Hann réðist einu sinni á mig að ósekju og ég studdi Doksa þegar hann var rekinn af Moggablogginu. Er tvístígandi í þessu sem öðru.

A: Þú ert bara blaðrari sem þarft heilt blogg þegar flestir láta sér nægja stutt komment.

E: Nú er ég sár. Ég sem reyni alltaf að vera stuttorður og gagnorður.

A: Komment eru blogg og blogg eru komment. Voru það ekki Moggabloggsguðirnir sjálfir sem útmáðu skilin þarna á milli?

E: Í kommenti ertu ofurseldur öðrum. Í þínu eigin bloggi ræður þú öllu.

A: Ásamt Moggabloggsguðunum. A.m.k. í þínu tilfelli.

E: Ég kann að umgangast þá.

A: En Doksi ekki, eða hvað?

E: Er blogg trúarbrögð?

A: Já, hjá þér.

E: Tölum um eitthvað annað. Hvað er klukkan?

A: Málmur og gler og mælir tímann.

E: Ertu genginn í barndóm, eða hvað? Svona tilsvör þóttu skemmtileg þegar ég var ungur. Aðeins meira vit en þetta ættirðu að hafa í fórum þínum.

A: Veit ekki hvort ég vil eyða því í svona innihaldslitlar umræður.

E: Hvað er merkilegra en trúmál?

A: Heimspeki.

E: Þykist þú vera einhver heimspekingur?

A: Meiri en þú.

E: Pabbi minn er stærri en pabbi þinn og ég skal láta hann lemja þig. Svona rök eru lítils virði.

A: Hvort eigum við heldur að tala um blogg eða heimspeki?

E: Heimspeki bloggsins. Annars vorum við að tala um trúmál og DoctorE.

A: Mér finnst þetta trúmálastagl jafnleiðinlegt og hrunfréttir.

E: Hvað eigum við þá að tala um?

A: Ekkert.

E: O.K. Hættum þessu þá.


Bloggfærslur 22. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband