1106 - Kirkjumál

Kirkjan vill ekki skera niður nema um fimm prósent þegar ríkisstjórnin vill skera útgjöld til kirkjumála niður um níu prósent. Skamm, skamm. Mér finnst að kirkjan ætti að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki láta eins og óþægur krakki. 

Kirkjan er óþörf segja margir. Að ýmsu leyti er hún úr takti við tímann. Hefur eiginlega alltaf verið það. Mörgum finnst blóðugt að vera að eyða peningum í stórum stíl í þetta apparat þegar illa stendur á eins og núna. Það finnst mér líka. Kannski væri gott ráð hjá þeirri vinstri stjórn sem nú situr að auka vinsældir sínar með því að setja kirkjunni stólinn fyrir dyrnar. Þó kannski ekki, hvað veit ég?

Vilja Íslendingar hafa kristna kirkju þó þeir séu illa kristnir sjálfir upp til hópa? Guðsorð er þeim ekki tamt á tungu en hatrammar bloggdeilur benda til trúarþarfar.

Mér finnst ekki að blogg eigi að vera einskonar framlenging fréttaskrifa. Réttara sagt fréttaskýring, meina ég. Hver og einn skýrir fréttirnar með sínu nefi (eða tölvu) og allir eru einstakir. Eru þeir sem duglegir eru að skrifa eitthvað betri en aðrir? Blogg eiga að vera hugleiðingar um lífið og tilveruna. Sjálfur hugleiði ég mest blogg og það speglast í skrifum mínum. Bloggið er upphaf og endir alls. Samtal við sálina. Búksorgir eru hismi.

Minn daglegi pistill er oftast um blogg. Get ekki að því gert. Svona er þetta bara.

Og nokkrar myndir:

IMG 2724Frá Kópavogshöfn.

IMG 2734Einhverjar jurtir.

IMG 2764Fluga að störfum.

IMG 2786Girnileg ber.

IMG 2711Bauja á þurru landi.

IMG 2716Krabbaslys.


Bloggfærslur 10. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband