1094 - Fischer o.fl.

Bíð enn eftir úrskurði um lífsýnið sem tekið var úr líki Fischers skákmeistara á dögunum. Ef sýnið er neikvætt hefur Hæstiréttur Íslands hlaupið illilega á sig. Þessi deila fjallar eingöngu um erfðarétt og ekkert annað. Peninga, peninga og aftur peninga. Ef hæstiréttur hefur úrskurðað um þetta mál eingöngu með hliðsjón af peningum er það okkur Íslendingum til ævarandi skammar. Virðing fyrir þeim sem látnir eru er til marks um siðferði fólks. 

Séra Baldur í Þorlákshöfn byrjar blogg sitt svona fyrir nokkru: „Það er vont að eldast og deyja." Þetta segir presturinn sjálfur svo það hlýtur að vera rétt. (þetta með að það sé vont að deyja) Seinna í blogginu minnir mig að hann heimfæri þetta á öldunginn (eða unglinginn) sem nefndur er framsóknarflokkur. Baldur tilheyrði þeim flokki eitt sinn að ég held eins og fleiri góðir menn og örlög flokksins í nútímanum eru ekki falleg. Hann er kannski við það að deyja.

Magma mun halda sínu. Sé ekki annað en allt sé löglegt hjá þeim. Vel getur samt verið að þetta mál verði fordæmi þeim sem í framtíðinni fjalla um auðlindir landsins og þeir geri sig ekki seka um að selja auðlindir landsins einkaaðilum. Það er nákvæmlega það sem þetta mál fjallar um. Guðfríður Lilja og aðrir í flokki vinstri grænna tóku mikla áhættu með að leggja þá áherslu sem þeir gerðu á þetta mál. Í framtíðinni getur verið að þau gjaldi þess. Fyrirtækið Magma Energy mun hinsvegar fara varlega í því fjandsamlega umhverfi sem nú er orðið ljóst að það mun starfa í.

Enn er verið að kommenta á vísuna sem ég gerði um nágrannaerjurnar í Garðabæ. (Hún er á visur7.blog.is) Greinilegt er að mál sem þetta leggjast þungt á suma og er það engin furða. Svona mál eru fjarri því að vera skemmtileg.


Bloggfærslur 29. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband