1091 - Sennilega er þetta búið

Nú er farið að tala um „lausn" á Magma-málinu sem einhvers konar björgunarleiðangur til að bjarga lífi ríkisstjórnarinnar. Í mínum huga er hvers kyns löggjöf sem gerir greinarmun á „Íslendingum" og „Útlendingum" dæmd til að mistakast. Hægt verður að túlka hana endalaust með ýmsu móti og leppa hvaða misgjörðir sem er.

Að leigja nýtingarrétt á hitaorku til 65 ára (með möguleika á helmingi lengri tíma) og gefa útvegsmönnum „nýtingarréttinn" á fiskinum í sjónum eru mál sem verður að leysa. Þetta er sala (eða gjöf) á náttúrauðæfum hvað sem hver segir. Ef hægt er að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar nýti þetta í eigin þágu er mun skárra að þjóðin (þ.e.a.s. ríkið) eigi þetta allt saman.

Undarleg árátta þessar skoðana-auglýsingar sem bloggið er. Sjálfur er ég illa haldinn af þessum kvilla. Öðrum finnst þær skoðanir sem ég auglýsi hér kannski merkilegar. Ekki mér. Mér finnst þær sjálfsagðar og eðlilegar. Svo er ég alltaf að breyta þeim því það er svo gaman. T.d. er ég núna alveg kominn á þá skoðun að það gáfulegasta sem ríkisstjórnin gæti gert væri að boða til kosninga.

Já, ég veit að það er stutt frá síðustu kosningum en það er gott að kjósa ört á tímum sem þessum. Þjóðaratkvæðagreiðslan í vor var hálfgert ómark og virðist ekki hafa haft nein áhrif.

Og nokkrar myndir, því ég á svo mikið af þeim:

030Akranes fólkvangur, listigarður, skógrækt eða eitthvað þessháttar. Golfvöllur á bak við trén.

001Göngubrú yfir Varmá hjá Reykjakoti skammt fyrir ofan Hveragerði. Draugur eða vatnsdropi fremst á myndinni.

003Hér grilla menn af hjartans lyst. (Listilega kannski líka).

036Akrafjall í öllu sínu veldi.

IMG 2318Fjalldalafífill.

IMG 2323Drullupollur.

IMG 2327Leyfar af stíflumannvirki.


Bloggfærslur 26. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband