1088 - Magma-málið snýst um kvótakerfið

Íslendingar eru í afneitun og þjóðremban er að drepa þá. Bankahrunið er efst í huga flestra og allir vilja hefna sín á útrásarvíkingunum. Gott ef hefnigirnin og meinbægnin hefur ekki náð of miklum tökum á fólki. Stjórnmálaumræðan bendir til þess. Efnahagslega eru Íslendingar kannski að ná sér furðu vel þó margir hafi orðið illilega fyrir barðinu á kreppunni.

Ríkisstjórnin er ráðalaus. Reynir að hafa alla góða og gæta þess að ekki sjóði uppúr. Ekkert bólar á erlendri og hlutlausri rannsókn á hruninu. Upphaflega virtust samt margir vilja hana. Nú eru útlendingar flestir taldir óalandi og óferjandi. Eva Joly virðist farin í felur og hinn sérstaki saksóknari er svo sérstakur að hann gerir ekki neitt. Ákærir að minnsta kosti engan. Tilvitnanir í rannsóknarskýrslu Alþingis eru lítils virði. Allir geta fundið þar stuðning við sín sjónarmið. Samt gerist ekkert. Enginn vill taka af skarið.

Hverju er eiginlega verið að mótmæla í Magmamálinu? Ég hef ekki almennilega áttað mig á því.

Að skúffufyrirtæki eigi HS-orku?
Þarna er bara um orðalepp að ræða. Hver þurfa umsvif fyrirtækis að vera til að vera ekki skúffufyrirtæki?

Að útlendingar eigi íslensk orkufyrirtæki?
Útlendir auðmenn standa íslenskum á margan hátt framar. Betur treystandi en dæmigerðum íslenskum útrásarvíkingum.

Að ekki sé farið eftir einhverjum ESB-reglum og ESB því betra en Kanada?
Af og frá.

Að samningstíminn sé of langur?
Sennilega er hann það. En svona eru lögin.

Að auðlindir séu í einkaeign?
Það finnst mér virðingarverð afstaða. Þá hljóta menn reyndar að vera líka á móti kvótakerfinu.

Er þá sá hávaði sem er í þjóðfélaginu um þessar mundir útaf Magna í rauninni deila um kvótakerfið? Kannski. Hugsanlega líka um líf ríkisstjórnarinnar.

Og nokkrar myndir:

hvg1Borhola eða fallbyssa.

hvg6Mjallhvít í líkkistunni.

mos2Kistufell.

mos4Brautarholt á Kjalarnesi.

mos7Njólablað.


Bloggfærslur 23. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband