1034 - Ekki kosningablogg

Hættur að birta gamlar myndir í bili. Nú eru kosningar og ekki víst að ég skrifi mikið. Of seint að vera með kosningaáróður. Auðvitað kjósa allir rétt en úrslitin falla mönnum eflaust misvel í geð.

Því ekki að fara bara út og njóta góða veðursins. Kosningarnar sjá um sig sjálfar (eða réttara sagt fólkið sem fær borgað fyrir að sjá um þær). Getur samt orðið fróðlegt að fylgjast með úrslitunum í sjónvarpinu í kvöld.

Flúði Toyota-hávaðann (hávaðasjúkir unglingar að þvo bíla) og fór meðal annars í grillveislu upp í Borgarfjörð. Hún var góð en ég fjölyrði samt ekki um hana hér. Heldur ekki kosningaúrslitin. Kemur dagur eftir þennan dag.

Þetta á nú kannski meira erindi í molana hans Eiðs, en í úvarpinu (á veðurstofunni) í morgun sagði þulur sem var að þylja upp veður á ýmsum stöðum: "....var einn til fimm metri á sekúndu." Þarna hefði ég sagt einn til fimm metrar á sekúndu.


Bloggfærslur 30. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband