1033 - Fésbók og kosningar

Allmargir virđast bćđi blogga og skrifa á fésbók. Oftast ţađ sama. Ţađ finnst mér ósniđugt. Ţannig er veriđ ađ mćla međ ţví ađ fólk láti sér annađhvort nćgja. Mér finnst ađ fólk eigi ađ leggja ţađ á sig ađ lesa blogg. Jafnvel kommenta á ţau líka. Ţau eru oft langbesti fréttamiđillinn og hafa ţann ótvírćđa kost ađ vera ókeypis og flestum ađgengileg. Fésbókin virđist aftur á móti henta best fyrir lítilsvert skvaldur. Góđ sem slík og eykur vissulega samskipti fólks. Ţannig hugsa ég en kannski er ţađ gjörólíkt ţví sem ađrir gera. 

Sumir leikirnir á fésbókinni kunna vel ađ vera áhugaverđir. Til dćmis hentar skákin ţar mér ekkert illa. Ég er ţegar farinn ađ tefla nokkrar bréfskákir ţar og allmargir sem áhuga og skemmtun hafa af skák eru ţar greinilega. Rétt virđist vera og sjálfsagt fyrir sem flesta ađ vera ţar. Ţeir sem leita ađ gömlum vinum eđa kunningjum geta ţá fundiđ mann ţar kćri ţeir sig um. Svo eru líka langflestir sem mađur ţekkir á fésbókinni og hálfasnalegt ađ vera ekki skráđur ţar. Skelfing er mér fésbókin annars hugleikin ţó ég skrifi ekki mikiđ ţar.

Margir stjórnmálafrćđingar og spekúlantar allskonar setja gjarnan samasemmerki á milli ţess ađ auglýsa mikiđ og atkvćđafjölda í kosningum. Í einhverjum tilfellum getur ţarna veriđ um samsvörun ađ rćđa en mér finnst augljóst ađ međ ţessu sé veriđ ađ gera lítiđ úr kjósendum. Ef ţeir láta auglýsingalygar ráđa atkvćđi sínu eru ţeir heimskari en eđlilegt er. Er mögulegt ađ međ ţessu sé veriđ ađ gera heimskunni sem hćst undir höfđi til ađ skapa nógu hlýđin vinnudýr?

Kosningarnar um nćstu helgi kunna ađ bođa mikil tíđindi. Hugsanlega er ţađ fyrst nú ađ koma í ljós og renna upp fyrir almenningi ađ stjórnmálaflokkarnir eru bölvuđ hrákasmíđ og ţurfa mikillar lagfćringar viđ allir sem einn. Í mínum huga er sú spurning áleitnust hvort affarasćlla sé ađ stofna nýja eđa reyna ađ lappa uppá ţá gömlu. Starfsemi Borgarahreyfingarinnar bendir ekki til ţess ađ nýjir flokkar séu lausnin.

Ađ sjálfsögđu hjólar Jóhanna í Gulla og kannski fleiri. Sumir hafa međ öllu eyđilagt sinn stjórnmálaferil međ peningum. Ţeim var nćr. Hefđu átt ađ passa sig betur. Annars vil ég helst losna viđ alla sem voru í áhrifastöđum fyrir hrun. Ekki er samt hćgt ađ ćtlast til ađ allir fari í einu og einhverja verđur ađ nota svolítiđ lengur en svo mega ţeir fara.

Á sínum tíma starfađi ég svolítiđ í forystu verkalýđsfélaga og finnst ţeim einnig hafa hrakađ mjög. Ađ sumu leyti er ţađ vegna ţeirrar öfgafrjálshyggju sem hér hefur tröllriđiđ flestu.

Var ađ gramsa í gömlum myndum og hér eru nokkrar sem allar eru teknar uppá Reykjum árin 1957 og 1958.

braggiHér eru bragginn sem notađur var sem vélageymsla og fjósiđ.

einarSvona var tćknin í ţá daga. Mađurinn sem er ađ teyma hestinn heitir Einar og kenndi um tíma á Garđyrkjuskólanum.

hordurHörđur Vignir Sigurđsson.

ingibjIngibjörg Bjarnadóttir.

smalliÖrn Jóhannsson og Reynir Helgason „aka" Smalli.


Bloggfćrslur 29. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband