1023 - Í fréttum er þetta helst

Samsteypustjórnir tveggja flokka eru ágætar til að byrja með. Eftir eitt til tvö ár þarf minni flokkurinn annaðhvort að einbeita sér að því að þrauka út tímabilið eða leggja áherslu á sérstöðu sína. Fyrri aðferðin hefur oftast reynst illa. Það geta þeir flokkar sem lagt hafa lag sitt við Sjálfstæðisflokkinn borið vitni um. 

Veit ekki hvort seinna atriðið á við núverandi ríkisstjórn. Svo getur þó vel verið. Sé svo mun hún ekki þrauka út kjörtímabilið. Vinstri grænir munu vilja út. Hvort sem það verður núna strax eða seinna.

Þetta sem hér er sagt á einkum við um Ísland. Gæti líka átt við um Bretland en þar er tveggja flokka kerfið að hefast. Það sem gilti um stjórnmál fyrir löngu á ekki við í dag.

Ástandið í Bangkok í Thailandi er skelfilegt. Borg brossins og skemmtunarinnar er orðin vígvöllur. Auðvitað er það einungis hluti borgarinnar sem er undirlagður þessum ósköpum en áhrifin ná um allt. Yfirvöld hafa tilkynnt að mánudagur og þriðjudagur séu opinberir frídagar. Þar með þurfa engir að leggja sig í þá hættu að fara til vinnu. Skólar í landinu verða lokaðir að minnsta kosti alla þessa viku.

Stjórnvöld hljóta að sigra. Geri þau það ekki og gefi mótmælendum tækifæri til að forða sér lifandi (vilji þeir það) er einfaldlega skollin á borgarastyrjöld í landinu án þess nokkur vilji það. En það ofbeldi sem til sigurs þarf mun setja mark sitt á lífið í Thailandi um alla eilífð.


Bloggfærslur 17. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband