994 - Skýrslan með stórum staf

Afsakanir þeirra sem í raun styðja aðgerðarleysi gagnvart þeim sem stolið hafa frá okkur eru mun ótrúverðugri eftir útkomu Skýrslunnar. Já, ég hef nafn hennar með stórum staf og held að enginn velkist í vafa um hvaða skýrslu ég á við. Það er samt leiðigjarnt að vera sífellt að klifa á þessu og að hinir og þessir ættu að segja af sér. 

Þeir sem sakna innst inni þess siðferðis sem hér ríkti meðan bankarnir og útrásarvíkingarnir voru að soga til sín eigur okkar fara jafnan að tala um hvað núverandi ríkisstjórn sé ómöguleg ef orði er hallað á þau stjórnvöld sem leyfðu það sem hér tíðkaðist.

Ef litið er á það sem gerst hefur hér á landi eftir hrunið er undarlegast að einhverjir hafi kosið hrunflokkana í síðustu kosningum. Kannski hefur fólk verið of dofið til að skynja ástæður hrunsins. Ætli næstu kosningar verði ekki þær sem straumhvörfum valda í stjórnmálasögu landsins.


Bloggfærslur 18. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband