993 - Aukin reiði

Nú eftir útkomu hrunskýrslunnar skynja ég aukna reiði fólks í garð útrásardólganna. Ekki kæla eldgosin hugi fólks. Skoðanakannanir munu ef til vill sýna þessa reiði. Veit samt ekki hvernig hún muni brjótast út á endanum. Vonandi með sem mildustum hætti. 

Mín skoðun er að hvorki Björgvin G. Sigurðsson né Illugi Gunnarsson eigi afturkvæmt í íslensk stjórnmál. Breytingar eru einnig vel hugsanlegar í forystuliði Sjálfstæðisflokksins og þinglið hans og fleiri flokka má sannarlega hugsa sinn gang. Ég er ekki spámaður og veit auðvitað ekkert hvernig þessi mál fara öllsömul en augljóst er að almenningur mun ekki lengur sætta sig við að verða féflettur á sama hátt og verið hefur undanfarin ár og áratugi.

Meðlimir rannsóknarnefndarinnar og helstu aðstoðarmenn eru hetjur dagsins. Krafa fólks um að hendur verði látnar standa fram úr ermum við rannsókn á afbrotum útrásarvíkinganna og stuðningsmanna þeirra meðal stjórnvalda er orðin svo hávær að engin eldgos, undirbúningur sveitarstjórnarkosninga eða hræðsla þeirra sem eiga að sjá um rannsóknina, draga úr henni. Ef ekki verður hreyfing í átt til aðgerða mjög fljótlega má búast við að einhverjir taki til sinna ráða.

Og nokkrar myndir:

IMG 1619Rótarhnyðja, eða hvað?

IMG 1584Borgarspítali og Kringlumýrarbraut.

IMG 1586Súludans utanhúss.

IMG 1613Mannvirki á Reykjavíkurflugvelli.

IMG 1617Vinnuskólinn í Reykjavík.


Bloggfærslur 17. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband