990 - Skýrslan eina

Jæja, þá er friðurinn skollinn á. Ekkert rifist í athugasemdakerfinu mínu og ekkert ort lengur. Veit ekki hvort ég á að vera svekktur eða ánægður. Ef Steini Briem eða Jóhannes Laxdal rekast hingað þá passa þeir sig á að kommenta ekki. Skil þá vel.

Hef hlustað á margt og mikið um skýrsluna frægu í dag. Mest kemur mér á óvart hve illa er staðið að ákvörðunum á efstu stigum stjórnsýslunar. Fundargerðir fáar og lítið um skýrslur sem skýra ástæður aðgerða. Get ekki varist þeirri hugsun að raunveruleg ástæða fyrir því hjá þeim sem að þessu stóðu sé sú að fela slóð sína ef og þegar þessar ákvarðanir verða skoðaðar í nýju ljósi.

Flestir virðast sammála um að skýrslan sé nokkuð góð og afdráttarlaus. Eftir er að sjá hvaða áhrif hún hefur. Viðbrögð Alþingis skipta mestu máli. Hræddur er ég um að þar verði hver höndin upp á móti annarri og lítið gert. Aðgerðarleysi sérstaks saksóknara er líka farið að stinga í augu og verður ekki þolað endalaust af almenningi.

Það er tilraun til að sleppa billega að segja að allt sé þetta bölvuðum bankamönnunum og kaupsýslumönnunum að kenna. Stjórnmálamenn og embættismenn geta með engu móti hvítþvegið sig. Þeir hefðu átt að gera betur. Verði skipaður landsdómur er áreiðanlegt að hann tekur með vettlingatökum á þessu öllu.

Áberandi er hve margir hafa orð á því hve Ingibjörg Sólrún sleppi vel hjá skýrsluhöfundum. Hún fékk þó sitt tækifæri í landsstjórninni, klúðraði því og fær örugglega ekki annað. Björgvin G. Sigurðsson virðist halda að hann eigi enn tækifæri til einhvers í stjórnmálum. Svo er ekki.

Og nokkrar myndir:

IMG 1387Bökum snúið saman. Myndin tekin í Fossvogi.

IMG 1426Þessi kemst víst ekki lengra að sinni.

IMG 1435Horft til himins.

IMG 1484

Útilistaverk í Kópavogi.

IMG 1568Bónus-hjólatík á villigötum.


Bloggfærslur 14. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband