954 - Pizza var það heillin

Sumar þjóðsögur og aðrar fornar sagnir þurfa greinilega á umskrift að halda. Nefna má fáeinar þjóðsögur sem vert væri að endurskrifa:

Pabbi átti fína lóð.

Seint fyllist taskan prestanna.

Þá hló maðurinn úr sjónum.

Pabbi átján krakka í Heimunum

Ætli togararnir mínir séu í túr núna?

Mamma í rollugirðingunni, rollugirðingunni.

Margir sem úttalað sig hafa um þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa vart haldið vatni yfir því hve mikilvægt það hafi verið að komast í heimspressuna. Mér finnst fátt ómerkilegra en pappír, prentsverta og talandi höfuð í sjónvarpi. Auðvitað hefur þetta samt áhrif, en eru þau áhrif ekki heldur lítils virði? Snýst Icesave í huga fólks fyrst og fremst um auglýsingar? Það finnst mér þunnur þrettándi. Heldur fólk í raun og veru að allt þetta húllumhæ hafi aðallega verið í auglýsingaskyni? Ekki skeiðaði ég á kjörstað til þess. Mér finnst að Steingrímur og Jóhanna hefðu bæði átt að kjósa. Gátu svosem gefið allan fjárann í skyn fyrirfram ef þau kærðu sig um en kjósa áttu þau.

Nú er í undirbúningi skilst mér að leggja fram frumvarp á Alþingi um að draga umsóknina um aðild að ESB til baka. Höfuðröksemdin finnst mér vera að allt þetta ferli sé of dýrt. Það finnst mér ótæk ástæða. Alþingi er búið að samþykkja þessa umsókn og ber að standa við hana. Vel getur þó verið að aðildin verði felld þegar til kastanna kemur.

Mér finnst raunar líklegt að umsóknin verði felld ef atkvæðagreiðslan fer fram fljótlega. Andstaðan við aðild er talsverð og stafar ekki eingöngu af Icesave. Mér finnst menn í alvöru búast við að þróunin verði einkum í átt til stórveldis í líkingu við Bandaríkin. Það tel ég vera afar ólíklegt að sé rétt. Auðvitað er það svo að ESB þróast og enginn sér fyrir nákvæmlega hvert. En það eru aðildarríkin sem ráða því.

Og í lokin fáeinar myndir.

IMG 0492Útilistaverk

IMG 0528Styttan sem ekki var stytta

IMG 0713Grasagarður

IMG 0746Úr orkideuhúsinu í Palmitas

IMG 0781Úr fiðrildahúsinu í Palmitas


Bloggfærslur 9. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband