951 - Bara að ég hefði nú heila

Já, sjálfsagt mæti ég á kjörstað og kýs, en hvað ég kýs að gera er ekki ákveðið. 

Annars er orðið of seint að gera nokkuð af viti í sambandi við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún er líka óttalegt ómark og eins og ég spáði er verið að reyna að fá fólk til að sitja heima. Hef samt ekki orðið var við mikið af beinum áskorunum um slíkt. Fólki þarf að finnast að það ákveði þetta sjálft, einkum ef það nennir eiginlega ekki að standa í þessari vitleysu.

„Bara að ég hefði nú heila", sagði fuglahræðan í Galdrakarlinum í Oz. Ætli ég geri ekki hennar orð að mínum núna.

Mér finnst ég ekki geta hunsað þessar kosningar. Aðeins einu sinni hef ég ekki mætt á kjörstað þegar mér bauðst það. Það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi árið 1988. Mér fannst þaulsetan hjá Vigdísi í embættinu óþörf og hún var búin að gefa það í skyn að hún yrði bara tvö kjörtímabil. Gat ekki hugsað mér að kjósa Sigrúnu. Hefði svosem getað mætt og kosið hvoruga.


Bloggfærslur 6. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband