966 - Grillað í góða veðrinu

Fór í dag í grillveislu í sumarbústað í Grímsnesinu og get því ekki bloggað neitt að þessu sinni. Er líka svolítið að hasast upp á því að blogga hvern einasta dag hvort sem ég hef eitthvað að segja eða ekki. Auðvitað get ég alltaf fundið einhvern fjárann til að skrifa um en þegar bloggið er orðið eins og myllusteinn um hálsinn á manni er kominn tími til að athuga sinn gang. Athugasemdirnar eru líka oft skemmtilegri. Manni finnst eins og maður þekki flesta þeirra sem kommenta oft hjá manni.

Nú er ég kominn uppá lag með það að fara í langar gönguferðir á hverjum morgni þegar ég á frí. Hef oftast myndavélina með í för og tek oft myndir af því sem á vegi mínum verður. Sumt af því ratar hingað á bloggið mitt. Engir hafa kvartað yfir þessu svo ég er að hugsa um að halda því áfram enn um sinn.

Það getur vel verið að þetta Icsave dæmi sé eitt allsherjar fokking fokk en það breytir því ekki að við verðum að losna við þennan ófögnuð. Nógu lengi er þetta búið að hrjá okkur.

Læt þetta duga að sinni. Þarf líka að leika í bréfskákunum mínum.


Bloggfærslur 21. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband