947 - Hver er munurinn á siðferði og réttlæti?

Í einhverjum blogg-greinum sem ég skrifaði nýlega hef ég látið svo ummælt að siðferðislega beri okkur Íslendingum skylda til að borga Icesave skuldirnar. Hinsvegar sé það augljóslega óréttlátt. Er þetta ekki orðhengilsháttur? Er ekki í raun um sama fyrirbrigðið að ræða? Hvað þetta tiltekna mál snertir er ljóst að nokkurnvegin er um það sama að ræða. Hver er þá niðurstaða mín? Er ég að segja að við eigum ekki að borga Icesave? Veit það ekki. Er í stökustu vandræðum með að ákveða hvort segja skuli já eða nei. Ég ætla samt að kjósa.

Sagt er að sumir líti svo á að verið sé að greiða atkvæði í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvor greiða skuli Icesave eða ekki. Það er ekki rétt. Það er bara verið að ræða um það hvernig greiða skuli. Stjórn og stjórnarandstaða eru sammála um að það skuli gert.

Mér finnst að með því að kjósa yfir okkur þá stjórn sem ekki gat komið í veg fyrir hrunið þá verðum við að bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór. Á ég þá jafnt við þá sem kusu þá flokka sem stjórnuðu og hina sem gerðu það ekki. Það fylgja því nefnilega forréttindi að vera fæddur Íslendingur.

Hinsvegar er það ákaflega óréttlátt að við þurfum að borga svo háa upphæð sem aðrir ættu að bera ábyrgð á með okkur.

Öll viljum við vera sem einstökust. Vonandi er ég alveg einstakur bloggari á marga vegu.

Númera alltaf bloggin mín. (bráðum orðin þúsund) Nota alltaf sama word-skjalið og þegar ég er búinn að setja skrifin á bloggið þurrka ég allt út nema númerið og byrja á næsta bloggi og gæti þess að hækka töluna um einn. Linka aldrei í fréttir. Blogga daglega. Og stutt. Skrifa skemmtilega. (held ég). O.s.frv.


Bloggfærslur 2. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband