957 - Byssugreiða

unusual designs54Mynd sem stolið var af Netinu þann 10. mars s.l.

Fyrsta greiðan sem ég eignaðist á ævinni var eins og byssa í laginu. Ég fékk hana þegar ég fékk síðbuxur í fyrsta skipti. Það voru bláar gallabuxur, hvorki meira né minna. Greiðan (byssan) var úr hörðu plasti og brotnaði í fyrsta skipti sem ég fór með hana út í gallabuxunum og að sjálfsögðu í rassvasanum. Mikil sorg og minnisstæð ennþá.

Aðrir fletta ekki gömlum dagblöðum af meiri tilfinningu en Dr. Gunni. Skannar það sem skannvirði hefur og skrifar gáfulega um það. Er mjög hallur undir gamlar hljómsveitir og allt þeirra illþýði en lætur margt annað fljóta með. Í alvöru talað. „Hann er úrvalsbloggari." og fundvís á það sem fyndið er.

Vel heppnað slagorð er: „Ekki gera ekki neitt." Því miður er það ómerkilegt innheimtufyrirtæki sem notar þetta. Annars þurfa innheimtufyrirtæki ekkert að vera ómerkilegri en önnur. Mér finnst það bara.

Vildi ég væri (Vildi ég væri hænuhanagrey..... var eitt sinn sungið, en það er önnur saga) duglegri við birtingu mynda í blogginu mínu. Nenni því bara ekki. Kann heldur ekki nógu vel að skanna og klippa myndir til birtingar í blogginu auk þess að stela þeim. Færi ég að nostra við slíkt og dálka, fonta og þessháttar þá væri ég eiginlega kominn út í blaðaútgáfu, sem reyndar er áhugavert málefni en of tímafrekt fyrir mig. Mér finnst ég aldrei hafa tíma til neins nema blogga eitthvað smá á hverjum degi. (Og lifa - en ég skrifa nú lítið um það)

Og í lokin fáeinar myndir:

IMG 0807Staðið á verði.

IMG 0855Upplýsingamiðstöðin á Ensku ströndinni.

IMG 0991Hafið bláa hafið.

IMG 1009Sjálfstæðisflokkurinn í miklu uppáhaldi hér.

IMG 1044Verndardýrlingur Barbacan hótelsins.


Bloggfærslur 12. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband