955 - Bólusótt

Áður fyrr var bólusótt einhver hræðilegasta drepsótt sem komið gat. Plága af því tagi var ekki hefnd Guðs eins og reynt var að telja fólki trú um. Bólusótt geysaði oft hér á Íslandi og er bólusóttin árið 1707 frægust þeirra. Þeir sem tóku veikina og dóu samt ekki fengu ör um allan líkamann og einkum í andlitið. Voru þau til mikilla lýta og má því segja að þeir sem veiktust hafi annað hvort dáið eða borið menjar um veikina alla ævi.

Það var enski læknirinn Jenner sem fann upp bóluefni gegn bólusótt árið 1796 og er hiklaust talinn einn af mestu velgjörðamönnum mannkyns fyrir vikið.

Hann hafði veitt því athygli að einskonar bólusótt var oft í kúm. Einkum á júgrum þeirra. Mjaltakonur fengu af þeim sökum oft útbrot á hendurnar en ekki önnur eftirköst. Jenner flaug í hug að þessar bólusóttir gætu verið skyldar því mjaltakonur veiktust yfirleitt ekki ef bólusótt geysaði. Hann tók því að sýkja fólk með kúabólu og gera það þannig ónæmt fyrir bólusótt. Þetta reyndist vel og síðan hafa miklar framfarir orðið í bólusetningum þó fyrst í stað hafi ýmsir verið þeim mótfallnir.

Bólusótt var útrýmt úr heiminum á áttunda áratug síðustu aldar og þar með varð bólusóttarveiran vopn í efnahernaði því ónæmi fyrir sjúkdómnum er víðast hvar mjög lítið núorðið og stórveldin eiga birgðir af slíkum veirum.


Bloggfærslur 10. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband