943 - Ţjóđaratkvćđagreiđslan og fleira

Nú er rúm vika ţangađ til ţjóđaratkvćđagreiđsla á ađ fara fram um Icesave frumvarp ţađ sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands neitađi ađ skrifa undir. Ekki verđur annađ séđ en stjórnmálamenn keppist viđ ţađ, hver um annan ţveran, ađ koma í veg fyrir ađ ţessi atkvćđagreiđsla fari fram. 

Sú framkoma er alls ekki bođleg. Atkvćđagreiđslan verđur ađ fara fram. Jafnvel stjórnarsinnar gera ráđ fyrir ađ mun fleiri séu sammála forsetanum en andvígir honum í ţessu máli. Úr ţví sem komiđ er virđist sjálfsagt ađ veita ríkisstjórninni og stjórnmálamönnum yfirleitt ţá ráđningu ađ tryggja sem mesta ţátttöku í atkvćđagreiđslunni. Efast má um ađ stjórnmálamenn ţori ađ standa fyrir ţví ađ hćtt verđi viđ hana.

Stjórnmálamenn munu reyna ađ túlka ţjóđaratkvćđagreiđsluna öđruvísi en sem vantraust á sig en ţađ skiptir ekki máli. Sem tćki til ađ ráđa einhverju varđandi ákvarđanir ríkisstjórnarinnar er atkvćđagreiđslan fyrirfram ónýt. Ef hún verđur til ţess ađ ríkisstjórnin hrökklist frá verđur bara ađ hafa ţađ.

Einu má gilda hvort atkvćđi er greitt međ eđa á móti frumvarpinu. Međ ţví ađ hafa allt sem óljósast eru stjórnmálamenn og ţá einkum ríkisstjórnin ađ vona ađ sem fćstir greiđi atkvćđi. Ekki hefur enn veriđ skorađ á fólk ađ greiđa ekki atkvćđi en ađ ţví mun koma.

Nú er nýhafiđ Reykjavíkurskákmót. Hiđ tuttugasta og fimmta í röđinni. Ég man vel eftir ţví fyrsta sem haldiđ var áriđ 1964. Ţađ fór fram í Lídó sem er sama húsiđ og Fréttablađiđ hefur ađsetur sitt í núna.

Mikael Tal var ţar á međal keppenda og varđ ađ sjálfsögđu efstur. Friđrik Ólafsson tók ţátt líka og stóđ sig ágćtlega ţó ekki yrđi hann efstur.

Ađrir keppendur sem eru mér minnisstćđir eru Nona Gaprindasvili ţáverandi heimsmeistari kvenna og Norđmađurinn Sven Johansen. Ég var áhorfandi ţarna nokkrum sinnum og skákskýringar fóru fram í herbergi í austurenda hússins. Teflt var í ađalsalnum og tćknin viđ flutning leikja í skákskýringarsalinn var ekki mikil.

Treyst var á ađ ţeir sem leiđ áttu ţangađ úr ađalsalnum segđu frá nýjustu leikjunum. Ég gerđi ađ minnsta kosti í einni umferđinni talsvert af ţví ađ segja í skákskýringarherberginu frá nýjustu leikjunum.

Í eitt skiptiđ mistókst mér herfilega. Á sýningarborđiđ í skáksalnum kom leikur sem ég fór snimmhendis međ í skákskýringarsalinn. Ţar vildu menn (međal annarra Ingvar Ásmundsson) alls ekki trúa ţví ađ ţessum leik hefđi veriđ leikiđ og gerđu mann útaf örkinni til ađ kanna máliđ. Ţá var búiđ ađ skipta um leik á sýningarborđinu og ég hćtti ţessum flutningi međ öllu.


Bloggfćrslur 26. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband